Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41204
Verkefni þetta er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að bera saman nýja meðferðar- og endurhæfingastefnu félagsmálaráðuneytisins og þær stefnur sem hafa verið ráðandi innan fangelsismálastofnana Noregs og Svíþjóðar, með sérstakri áherslu á hvort horft hafi verið fram hjá mikilvægum þáttum sem ýta undir betrun fanga. Einnig var skoðað hvernig félagsráðgjafar koma að málum innan fangelsismálastofnana. Ritgerð þessi er heimildaritgerð sem styðst við ritrýndar rannsóknir, fræðigreinar, bækur, skýrslur, lög og upplýsingar á vefsíðum.
Niðurstöður leiddu í ljós að margt sambærilegt væri meðal Íslands, Noregs og Svíþjóðar innan fangelsismála og stefnanna þar. Þó mátti sjá að mismunandi áherslur séu á störfum innan fangelsismálastofnana og virðist sem félagsráðgjafar og fangaverðir séu tengdari starfsgreinar í nágrannalöndum okkar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerd_SandraNataliaGunnsteinsdottir.pdf | 422,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_BA-verkefnis.pdf | 604,96 kB | Lokaður | Yfirlýsing |