Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41208
Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um úrræði á Norðurlöndunum fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum. Ofbeldi í nánum samböndunum er víðtækt félagslegt vandamál sem hefur töluverð áhrif á líf einstaklinga. Vandinn hefur lengi verið til staðar í samfélögum heimsins en á undanförnum árum hefur málaflokkurinn fengið aukna athygli fræðimanna. Hér verður fjallað um helstu tegundir ofbeldis; þá andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þar að auki verður fjallað um tíðni ofbeldis á Norðurlöndum sem og fræðilegar kenningar sem tengja má við viðfangsefnið. Einnig er að finna kafla um áhættuþætti og helstu einkenni gerenda ofbeldis. Undanfarinn ár hafa lagaákvæði hvað varðar ofbeldi í nánum samböndum tekið jákvæðum breytingum, sem hefur breytt verklagi lögreglu í ofbeldismálum. Gerð verður í stuttu máli grein fyrir helstu lögum er varða ofbeldi í nánum samböndum og því verklagi sem lögreglan á Íslandi fylgir. Ein leið til að sporna gegn ofbeldi er að veita gerendum viðeigandi aðstoð. Ýmis úrræði standa gerendum til boða á Norðurlöndunum, en hér verður farið yfir helstu úrræðin. Fjallað verður um verklag og árangur þeirra úrræða sem og gerður samanburður á milli landa.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| FRG261L_Lthv1_Vhj4_BA-ritgerð_2022_pdf.pdf | 533,75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirlýsing_lthv1_vhj4.pdf | 352,74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |