is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4121

Titill: 
 • Lýðræðislegir stjórnunarhættir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort opinber stefna skóla sé í samhengi við raunverulega upplifun hlutaðeigandi, varðandi lýðræðislega stjórnunarhætti, og hvernig þetta birtist kennurum og skólastjóra viðkomandi skóla.
  Rannsóknin fór fram í einum grunnskóla á Íslandi. Gögnum var safnað með viðtölum, vettvangsathugun og rýnt var í opinber gögn frá skólanum.
  Helstu niðurstöður eru þær að lýðræðislegir stjórnunarhættir virðast vera við lýði í skólanum. Það birtist í því að yfirlýst markmið og stefna skólans nær að mestu fram að ganga, eftir því sem fram kom í viðtölum við viðmælendur mína. Segja má að hugmyndir kennara og skólastjóra um hlutdeild í ákvarðanatöku og lýðræðislega stjórnunarhætti séu að mestu í samræmi við reynslu þeirra. Samskipti eru opin og fagleg en það er ein af forsendum þess að lærdómssamfélag sé við lýði í skólastofnun.
  Skólastjórinn virðist hafa flest það til brunns að bera sem þarf til að vera farsæll leiðtogi, hann er gagnrýninn á eigin störf, hlustar á mismunandi sjónarmið, er umhyggjusamur og tekst vel að laða fram það besta í starfsfólkinu. Hans helsti galli er einna helst það sem hann nefnir sjálfur, en það er að hann mætti vera duglegri við að taka af skarið. Kennarar vilja hafa mikil völd og áhrif, þeim hugnast þó ekki að hafa afskipti af fjárhagslegum ákvörðunum innan skólans. Kennrurum var tíðrætt um að stjórnendur þyrftu að vera ákveðnari við að skera úr um og taka ákvarðanir í einstaka málum. Þeir nefndu einnig að of mikill tími fari í fundahöld, sem oft fylgja lýðræðislegum stjórnunarháttum.
  Lykilorð: Lýðræðislegir stjórnunarhættir, hlutdeild, liðsheild, umbreytingaleiðtoginn, stjórnunarstíll.

Samþykkt: 
 • 18.11.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudrunpetmeistararitgerd.pdf241.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna