is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41217

Titill: 
  • Að vinna saman að framförum í þjónustu; Notendaþátttaka í menntun hjúkrunarnema
  • Titill er á ensku Working together towards a better service; Service user participation in nursing education
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þjónusta við fólk með geðsjúkdóma hefur lengst af einkennst af forræðishyggju. Viðhorf fagfólks hafa verið að þörf sé á að stjórna og stýra skjólstæðingum sökum þess að þeir séu með geðsjúkdóma. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað í geðheilbrigðismálum á síðustu 50 árum og nú eru gerðar kröfur um að þjónustan sé batamiðuð og skjólstæðingar séu valdefldir. Sú vitundarvakning sem hefur orðið á stöðu fólks með geðsjúkdóma á rætur að rekja til grasrótarhreyfinga þeirra sem kljást við geðsjúkdóma víðsvegar um heim. Notendaþátttaka, þ.e. þátttaka sjúklinganna sjálfra, hefur verið efld á ýmsum sviðum en henni er þó ábótavant innan menntakerfa sem verður að teljast mikilvægur vettvangur til þess að ná fram raunverulegum áhrifum á mótun þjónustunnar.
    Til umfjöllunar í þessari ritgerð eru niðurstöður rannsókna úr alþjóðlegu verkefni sem nefnist „The Commune project“. Notendur þjónustunnar, sem eru einstaklingar haldnir geðsjúkdómum, hafa ákveðna sérstöðu fyrir menntun heilbrigðisstarfsfólks þar sem þeir þekkja vel sýn skjólstæðinga á gæðum þjónustunnar. Notendur voru fengnir til að kenna námskeið í háskólum sem byggðust á námsefni sem þeir höfðu tekið þátt í að þróa. Kannanir voru gerðar til að meta áhrif námskeiðsins á viðhorf hjúkrunarnema á margvíslega þætti tengda geðsjúkdómum og þjónustu við geðsjúka ásamt því að rýnihópaviðtöl voru tekin til að sjá hver reynsla notenda og nemenda væri af þátttöku í verkefninu.
    Bæði notendur og nemendur lýstu jákvæðri reynslu af þátttöku í verkefninu. Viðhorfsbreytingar nemenda komu fram í samanburði á svörum þeirra fyrir og eftir að hafa lokið námskeiði hjá notenda. Fordómar í garð fólks með geðsjúkdóma minnkuðu og virðing fyrir fagstétt geðhjúkrunarfræðinga jókst. Kennslu notenda var lýst sem áhugaverðri, fræðandi og auðgandi. Notendur sköpuðu það rými og umhverfi sem bauð upp á opnar samræður milli þeirra og nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    Treatments for people with mental illness have long been characterized by authoritarianism. Attitudes among professionals have indicated that there is a need to control and guide clients due to their mental illness. A lot has changed regarding attitudes toward mental health during the last 50 years and now there is an increasing demand for recovery-oriented services and empowerment of the patients. The awareness that has been awakened regarding the situation of people with mental illness is deeply rooted in the grassroots movements of service users around the world. User participation has gained strength in various areas but is lacking within educational systems which are important platforms for users to achieve a real impact on the development of the service. The topic of this dissertation is the results of research from an international project called The Commune Project. Service users have a unique viewpoint that can benefit the education of healthcare professionals as they possess important information from the perspective of clients. Service users, or expert by experience as they are referred to in the project, were asked to teach courses in universities that were composed of study material which they had themselves participated in developing. Surveys were conducted to assess the impact of the courses on nursing students´ attitudes and focus group interviews were held to highlight the experiences of the service users and students. Both service users and students described their participation in the project in a positive light. A comparison of students’ responses before and after completing a course showed changes in students´ attitudes, some of which were significant. Prejudices against people with mental illness decreased and the profession of the psychiatric nurse gained respect among the students. The teaching experience was described as interesting, informative and enriching. Service users were successful in creating the space and environment that offered open dialogue between themselves and the students.

Samþykkt: 
  • 13.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokaverkefni-Erla.pdf504.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf285.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF