is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4122

Titill: 
 • Hvernig get ég bætt mig fyrir ykkur? : starfendarannsókn á starfi við kennslu í upplýsingatækni og tölvunotkun fyrir nýbúa
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fól í sér að skoða mig sjálfa sem kennara með það fyrir augum að bæta mig í starfi. Ég lít svo á að meginhlutverk kennara sé að aðstoða nemendur við nám og hjálpa þeim við að koma sér upp góðum námsvenjum. Við það að leita leiða til að útbúa og innleiða námsefni á margmiðlunarformi við kennslu í upplýsingatækni og tölvunotkun hjá tveimur nemendahópum á vorönn 2009, gafst tækifæri til að skoða og íhuga hvað betur mætti fara í kennslu minni.
  Kennsla í upplýsingatækni og tölvunotkun í framhaldsskóla er fyrst og fremst hugsuð til þess að nemendur nái tökum á þessum verkfærum og geti nýtt þau í námi sínu í öllum námsgreinum. Nemendur í hópunum tveimur sem rannsóknin beindist að voru allir af erlendum uppruna en í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er sérstakt stoðkerfi fyrir slíka nemendur og er því ætlað að koma til móts við þarfir þeirra þannig að þeir nái sem bestum árangri í námi. Það var í samræmi við þessi markmið sem ég hóf þessa sjálfsrýni í tengslum við starf mitt í þeirri von að hún gæfi nýja þekkingu sem að gagni kæmi fyrir mig, nemendur og aðra kennara skólans.
  Ég athugaði hvort upptökur á námsefni væru til bóta í starfi mínu og hvort breytingar á kennsluaðferðum, samhliða þeim möguleikum sem nýja námsefnið hafði í för með sér, skiluðu sér betur til nemenda en hefðbundnar aðferðir við kennslu. Niðurstaða mín er sú að umræddar breytingar hafi leitt til betri námsárangurs nemenda í hópunum tveimur og að þeir hafi haft gagn af því að fá leiðbeiningarnar á margmiðlunarformi. Hefðbundnar kennsluaðferðir höfðu borið takmarkaðan árangur á haustönn 2008 og var þá um sama nemendahóp og sama námsefni að ræða. Þá hafði ég ætlast til að nemendur styddust við hefðbundið námsefni auk aðstoðar minnar. Takmörkuð íslenskukunnátta hafði þá heft getu þessara nemenda til að tileinka sér námsefnið. Tilkoma nýja námsefnisins og kennsluaðferða sem miðuðust við sérstakar þarfir þeirra gerði þeim það hins vegar kleift.
  Ég miðlaði þekkingu og reynslu af notkun eMission hugbúnaðarins við upptökur til samkennara minna á kennarafundi og í sérstökum vinnusmiðjum sem haldnar voru í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þar miðlaði ég einnig af reynslu minni af því að nota þessar aðferðir til að ná til nýbúa með takmarkaða íslenskukunnáttu.

Samþykkt: 
 • 18.11.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svanhildur_Palmadottir_Snidmat_24_10_09.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna