Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41220
Heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir eru hópur sem hefur verið falinn og úrræði sem standa þeim til boða eru takmörkuð. Almenn þekking á málaflokknum hefur þó verið að aukast en nýlegar rannsóknir benda til þess að heimilisleysi kvenna sé duldara en hjá körlum, að konur þurfi sérhæfðari úrræði sem vinna út frá skaðaminnkandi nálgun og að meðferðir þurfi að vera kynjamiðaðar. Saga málaflokks heimilislausra kvenna með flóknar þjónustuþarfir á Íslandi er tiltölulega ung en fyrsta úrræðið var Konukot sem opnaði árið 2004. Síðan þá hafa opnað nokkur úrræði til viðbótar sem sinna málefnum heimilislausra kvenna með flóknar þjónustuþarfir. Reykjavík er fremst í flokki þegar kemur að því að sinna málefnum heimilislausra en þar hefur farið fram markviss stefnumótun um skaðaminnkandi nálgun þegar kemur að málefnum heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir. Til þess að varpa frekara ljósi á stöðu mála í Reykjavík var farið yfir þau úrræði sem ætluð eru heimilislausum konum með flóknar þjónustuþarfir ásamt því að skoðuð var skráning heimilislausra kvenna í Reykjavík sem er framkvæmd af VoR (Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar) út frá ETHOS skilgreiningunni. Niðurstöður úr úttekt VoR-teymisins á heimilislausum með flóknar þjónustuþarfir, í október 2021, sýna að þau úrræði sem til eru fyrir heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir, ná ekki að tryggja hópnum örugga búsetu
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - ritgerð BryndísJónaSveinbjarnardottir1.pdf | 1.03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BryndísJóna1.pdf | 57.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |