Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41222
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að fjalla um niðurstöður rannsókna á áföllum og erfiðum upplifunum barna í æsku og afleiðingar þeirra á þroska barna og heilsu á fullorðinsárum. Hugtökin áfall, áföll og erfið upplifun í æsku, ACE mælikvarðinn, áfallastreituröskun, streita, áhættu- og verndandi þættir eru skilgreind. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunum: Geta áföll og erfið upplifun í æsku haft áhrif á heilsu á fullorðinsárum? Hvernig geta félagsráðgjafar unnið að forvörnum og snemmtækri íhlutun með börnum sem hafa upplifað áföll í æsku eða erfið uppvaxtarskilyrði? Niðurstöður benda til að áföll og erfiðar upplifanir í æsku geti haft langvarandi og skaðleg áhrif á heilsu einstaklinga út æviskeiðið. Aldur, fjöldi og tímalengd áfalla hefur þar mikil áhrif, því yngri sem börn eru því meiri líkur eru á skaða. Bent er á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og hvernig félagsráðgjafar geta hjálpað börnum og fullorðnum sem glíma við sálfélagslegan vanda.
Helstu leitarorð sem notast var við voru: áföll, áfall, áfallastreituröskun, áföll í æsku, trauma, early trauma, streita, stress, toxic stress, PTSD, adverse childhood experience, ACE, ACEs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð_Mga3.pdf | 431.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Mga3.pdf | 153.35 kB | Lokaður | Yfirlýsing |