en English is Íslenska

Thesis (Graduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41225

Title: 
 • Title is in Icelandic Geislaálag íslenskra flugáhafna Fræðsla flugáhafna, þekking og geislun á meðgöngu
Degree: 
 • Graduate diploma
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Flugvélaskrokkur veitir ekki mikla vörn gegn geimgeislun, sérstaklega gammageislun. Lofthjúpur jarðar sér um að vernda okkur gegn geislun en því hærra frá yfirborði jarðarinnar, því minna nær hann að vernda okkur. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir því að flugáhafnir ásamt farþegum verði fyrir meiri geislun um borð í flugvél en á jörðu niðri. Flugáhafnir teljast sem geislastarfsmenn og því þar að fylgjast sérstaklega með geislaálagi þeirra. Fyrir þungaða flugfreyju/mann gilda aðrar reglur en annars um hámarks geislaálag og ber því flugfélaginu skylda til þess að hagræða vinnuaðstæðum þeirra þannig að geislun á konuna (geislaálag á fóstrið) sé eins lítið og hægt er.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort flugáhafnarmeðlimir hafi fengið nægilega fræðslu um geislavarnir áður en vinna þeirra hófst og hvort þeir séu upplýstir um geislaálag sitt. Lögð verður áhersla á barnshafandi flugáhafnarmeðlimi og kannað hvort farið sé eftir tilsettum reglum sem bæði flugfélögin, stéttarfélög og lög segja til um geislaálag á fóstur. Einnig var skoðað hvað meðalgeislaálag flugáhafnarmeðlima var árin 2014 – 2020.
  Efni og aðferðir: Geislavarnir ríkisins sáu um að veita gögn um geislaálag flugáhafna frá árunum 2014-2020. Hannaður var spurningalisti sem snerist um þekkingu og fræðslu áhafnarmeðlima um geislavarnir og geislaálag. Spurningalistinn var sendur á þrjú flugfélög sem sáu um að koma þeim út á áhafnarmeðlimi.
  Niðurstöður: Flugáhafnarmeðlimir telja sig ekki vera fá nægilega fræðslu um geislun og geislavarnir né eru þeir upplýstir um geislaálag sitt. Aftur á móti þá er meirihlutinn meðvitaður um þær reglur sem gilda fyrir barnshafandi áhafnarmeðlimi og meirihluti barnshafandi áhafnarmeðlima fylgja tilsettum reglum. Fylgni er á milli geislaálags og flugtíma flugáhafnarmeðlima og eru kvenkyns flugáhafnarmeðlimir með hærra geislaálag en karlkyns sem ekki hefur tekist að útskýra.
  Ályktanir: Rannsóknin hefur sýnt fram á það að fræðsla fyrir flugáhafnarmeðlimi er verulega ábótavant og virðast flugáhafnarmeðlimir ekki vera nægilega vel upplýstir um geislaálag sitt. Því legg ég til að flugfélög og aðilar sem sjá um slíka fræðslu og eftirlit grípi skjótt inn í. Þegar kemur að barnshafandi flugáhafnarmeðlimum var meirihlutinn meðvitaður um þær reglur sem fyrir þær gilda og meirihlutinn sem fer eftir þeim reglum. En með aukinni fræðslu myndi hlutfallið eflaust verða þeim mun hærra, sem er auðvitað markmiðið með fræðslunni. Legg ég einnig til með að skoða nánar hvað liggur á bakvið meiri geislaálags hjá kvenkyns flugáhafnarmeðlimum og skoða hvort hugsanlega þurfi að endurskoða í hvaða flokki flugáhafnir tilheyra.

Accepted: 
 • May 13, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41225


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Geislaálag flugáhafna - María Bára Arnarsdóttir.pdf2.81 MBLocked Until...2023/05/31Complete TextPDF
Lokaverkefni - Yfirlýsing.pdf596.05 kBLockedDeclaration of AccessPDF