is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41226

Titill: 
 • Barkaþræðing byrjenda: Samanburður á þremur aðferðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hjá óstöðugum sjúklingum getur þurft að tryggja öndunarveg með barkaþræðingu. Barkaþræðing felur í sér að koma barkarennu á milli raddbanda og niður í barka og er þetta oft lífsbjargandi inngrip. Algengast er að nota barkakýlisssjá til barkaþræðingar, með eða án myndavélar. Minna þekkt aðferð er að nota fingur til barkaþræðingar en sú aðferð getur komið sér vel þegar erfitt er að nota annað hvort barkakýlissjá vegna t.d. blóðs eða ælu í koki. Í rannsókninni er gerður samanburður á þremur aðferðum til barkaþræðinga hjá byrjendum. Til eru rannsóknir á árangri byrjenda í barkaþræðingu með barkakýlissjá en ekki hafa fundist fyrri rannsóknir á árangri barkaþræðingar með fingrum á meðal byrjenda.
  Efniviður og aðferðir: Öllum læknanemum á 1.-3. ári við Háskóla Íslands var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur horfðu á stöðluð kennslumyndbönd um hvernig framkvæma á barkaþræðingu með fingrum, með fingrum ásamt löngum leiðara og með barkakýlissjá, auk þess sem þeir fengu handleiðslu um hvernig á að framkvæma hverja aðferð fyrir sig. Hver og einn framkvæmdi svo hverja aðferð þrisvar sinnum á öndunarvegadúkku í hermisetri þar sem skráð var hvort tilraunin heppnaðist og hversu langan tíma barkaþræðing tók.
  Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 51 talsins. Í þriðju tilraun tókst barkaþræðing með fingrum ásamt löngum leiðara í 90%, með barkakýlissjá 65% og með fingrum í 53% tilvika. Sá tími sem tók að barkaþræða með fingrum ásamt löngum leiðara í fyrstu tilraun var 46s (±16s) en 44s (±30s) í þriðju tilraun. Fyrsta tilraun með barkakýlissjá tók 51s (±26s) en þriðja tilraun tók 35s (±16s) og með fingrum tók barkaþræðing 33s (±14s) í fyrstu tilraun og 28s (±10) í þriðju tilraun.
  Ályktanir: Í 9 af hverjum 10 tilraunum tókst læknanemum án fyrri þjálfunar að framkvæma barkaþræðingu í hermisetri með fingrum og löngum leiðara en einungis í 65% tilrauna með barkakýlissjá. Þrátt fyrir að notkun fingra og langs leiðara hafi tekið aðeins lengri tíma er það ásættanlegt þar sem líkur á heppnaðri tilraun eru mun meiri. Niðurstöðurnar benda til þess að barkaþræðing með fingrum ásamt löngum leiðara getur verið heppilegri leið til að framkvæma barkaþræðingu fyrir lækna sem ekki hafa fullnægjandi þjálfun í að beita barkakýlissjá.

Samþykkt: 
 • 13.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barkaþræðing_BjarniDagur.pdf1.28 MBLokaður til...28.10.2025HeildartextiPDF
Yfirlysing_Skemman_BDÞ.pdf326.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF