Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41227
Götungar (e. foraminifera) og skelkrabbar (e. ostracoda) þjóna sem mikilvægir þættir í dýralífi sjávar vegna mikils fjölda þeirra, fjölbreytileika og næmni fyrir eiginleikum búsvæða sinna. Miklar upplýsingar er að finna um útbreiðslu dýranna í hafinu í kringum Ísland og í sumum strandhéruðum á Grænlandi, Noregi og öðrum hlutum Norður Atlantshafsins. Þó er þekking fyrir götunga á íslandi aðallega bundin við þrjá strandstaði í kringum landið og þekking á íslenskum skelkröbbum varla til staðar. Fjögur sýni voru tekin innst í Kollafirði við fjöru, í norðausturjaðri Reykjavíkur 22. janúar 2022, með þeim tilgangi að skoða fánu götunga og skelkrabba í sjávarfalli flóans. Um 2 cm þykkt lag var tekið af yfirborði setlaga við sýnatöku, sýnið var blautsigtað á rannsóknarstofu og götungar og skelkrabbar tíndir undir tvísærri víðsjá. Fimm mismunandi tegundir af götungum voru greindar og fimm mismunandi tegundir af skelkröbbum. Algengasta tegund götunga var Cribroelphidium williamsoni og algengasta tegund skelkrabba var Robertsonites tuberculatus. Mesta fjölbreytnin með tilliti til beggja dýrategunda greindist í suðurhluta rannsóknarsvæðis. Sjávarföll á rannsóknarsvæði eru undir áhrifum þriggja mismunandi vatnsrennsla úr austri og mannleg áhrif gætu mögulega orðið vegna bílaumferðar og gönguferða í nágrenninu. Betri þekking á götungum og skelkröbbum í Kollafirði er mikilvæg viðmiðun fyrir líffræðilegann fjölbreytileika á svæðinu og fyrir framtíðarmat á mannlegum áhrifum og áhrifum loftslagsbreytinga.
Foraminifera and Ostracoda are an important component of the marine fauna due to their abundance, diversity, and sensitivity to habitat characteristics. Whilst information on their distribution in the seas around Iceland and in some coastal regions in Greenland, Norway and other parts of the Northern Atlantic is well established, knowledge for Iceland is restricted to three coastal locations for foraminifera, and almost absent for ostracods. Thus, four samples from the tidal flat of Kollafjörður in the northeastern outskirts of Reykjavík were collected during low spring tide on January 22, 2022, to examine the intertidal foraminifera and ostracod fauna of the bay. The uppermost 2 cm layer of the sediment was collected, wet sieved in the lab, and foraminifera and ostracods picked under a binocular stereomicroscope. Five different foraminifera species and five different ostracod species were identified. The most common foraminifera species is Cribroelphidium williamsoni and the most common ostracod species is Robertsonites tuberculatus. The highest diversity with respect to both faunas was identified in the southern part of the tidal flat, in contrast to the three other sampling locations further north. The tidal flat in Kollafjörður is influenced by three freshwater inflows from the east, and potential human impacts might arise from car traffic and hiking activities nearby. The established knowledge for the foraminifera and ostracods of the bay represents an important reference for the local biodiversity and for future assessments of human impacts and effects of climate change.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-report-BA.pdf | 829.96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing undirrituð.pdf | 359.77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |