Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41237
Í þessari ritgerð er fjallað um áfengisneyslu móður á meðgöngu, áhrif þess á þroska fósturs og þau langtímaáhrif sem neyslan getur haft á barnið. Þetta efni hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi en væri þó mikilvægt að gera. Gerð verður grein fyrir skaðsemi áfengis á móður og fóstur og möguleg langtímaáhrif áfengisheilkennis. Börn geta fæðst með áfengisheilkenni og langtímaáhrif þess geta birst í ýmsum myndum. Fjallað verður um úrræði fyrir barnshafandi konur og mæður með áfengisröskun og mikilvægi þeirrar þjónustu sem félagsráðgjafar veita þessum hópi. Markmið ritgerðarinnar er að upplýsa fólk um skaðsemi áfengisneyslu móður á meðgöngu því það er lítið sem ekkert fjallað um þetta í samfélaginu. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að áfengisneysla móður getur haft skaðleg áhrif á þroska fósturs. Langtímaáhrif á börn geta verið þunglyndi, skortur á tilfinningastjórnun, náms- og hegðunarvandamál og skertur vitsmunaþroski. Stuðningur fagfólks og eftirfylgni spilar stóran þátt í bataferli kvenna og barna. Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem stuðst var við rannsóknir, bækur og ritrýndar greinar.
Lykilorð: Áfengisneysla á meðgöngu, áfengisheilkenni, konur, langtímaáhrif á börn, félagsráðgjöf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð 12.05.22.pdf | 412.52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 254.4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |