is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41238

Titill: 
  • Fylgikvillar gangráðsísetningar: Ábendingar, árangur og fylgikvillar gangráðsaðgerða á Landspítala tímabilið 2020-2021
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Fylgikvillar gangráðsísetningar eru vel þekktir og eru til nokkrar rannsóknir sem lýsa þeim og tíðni þeirra. Þar má helst nefna leiðsluvandamál sem þarfnast enduraðgerðar, loftbrjóst, sýkingar, blæðingar og rof á hjartavegg með hjartaþröng sem afleiðingu. Helstu ábendingar fyrir ígræðslu gangráðs eru gáttasleglarof og holæðaskútaheilkenni. Áður var framkvæmd rannsókn á Landspítalanum við Hringbraut þar sem ábendingar og fylgikvillar voru skoðaðar fyrir allar gangráðsísetningar og uppfærslu í tvíslegla gangráðsmeðferð á árunum 2014-2016. Þar kom fram nokkuð há tíðni fylgikvilla, m.a. há tíðni loftbrjósta. Í kjölfar þeirrar rannsóknar var verklagi við gangráðsaðgerðir breytt. Helsta markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur og fylgikvilla gangráðsísetninga á Landspítalanum fyrir tímabilið 2020-2021 og bera saman við fyrri rannsókn til að sjá hvort breytingar sem gerðar voru hefðu áhrif á tíðni fylgikvilla.
    Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru allir þeir einstaklingar sem fengu nýgræðslu á gangráðstæki eða uppfærslu í tvíslegla gangráð á Landspítalanum á árunum 2020-2021. Upplýsingar um gangráðsþega fengust úr aðgerðadagbók hjarta- og æðaþræðingarstofu spítalans ásamt því að rafræn sjúkraskrá og heimsóknir í gangráðseftirlitið voru skoðuð. Þá var farið handvirkt yfir allar aðgerðalýsingar, lungnamyndir og skráðar heimsóknir í eftirlitið. Gögnum var safnað til 1. apríl 2022 svo allir sjúklingar fengu a.m.k. þriggja mánaða eftirfylgd. Niðurstöður: Það voru framkvæmdar samtals 535 gangráðsígræðslur á rannsóknartímabilinu en 532 þeirra fengu eftirfylgni hérlendis. Það voru gerðar 340 (63.6%) aðgerðir á karlmönnum og 195 aðgerðir á konum en meðalaldur sjúklinga var 75.8 ± 11.1 ár. Í flestum tilvikum var ígræddur tvíhólfa gangráður eða um 444 (83.0%) slík tæki. Af þeim 532 aðgerðum framkvæmdum á 531 sjúklingi sem fengu eftirfylgni hérlendis voru 40 (7.5%) sjúklingar sem fengu einhvern fylgikvilla og í þeim hópi voru 22 (6.5%) karlmenn sem hlutu einhvern fylgikvilla og 18 (9.2%) konur. Algengasti fylgikvillinn var vandamál með leiðslur en 29 (5.5%) enduraðgerðir voru framkvæmdar vegna leiðsluvandamála. Ásamt því komu upp tvö tilfelli loftbrjósts, tvær sýkingar þar sem þurfti að fjarlægja búnaðinn, fjórar blæðingar og fimm rof á hjartavegg, þar af þurfti einn að fá inniliggjandi kera. Samanborið við fyrri rannsókn hafði hlutfallsleg tíðni fylgikvilla innan þriggja mánaða frá aðgerð lækkað úr 9.4% í 7.5% sem var þó ekki tölfræðilega marktækt. Hlutfallsleg tíðni loftbrjósta var marktækt lægri og fór úr 2.9% niður í 0.4%. Lítil sem engin breyting var á hlutfallslegri tíðni annarra fylgikvilla milli tímabila. Marktæk fjölgun var á notkun skrúfaðra leiðsla í bæði gátt og slegli. Ályktun: Hlutfallsleg tíðni fylgikvilla í þessari rannsókn hefur lækkað frá fyrri rannsókn og er nú svipuð og úr sambærilegum rannsóknum frá Norðurlöndum og Norður-Ameríku. Því má álykta að breytingar á stungustað og notkun á tegund leiðslu hafi haft jákvæð áhrif á tíðni fylgikvilla við gangráðsaðgerðir.

Samþykkt: 
  • 13.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FylgikvillarGangradsisetningar_HafdisErlaGunnarsdottir.pdf1.58 MBLokaður til...25.06.2022HeildartextiPDF
LOKAVERKEFNI_Yfirlysing.pdf234.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF