is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41240

Titill: 
 • Hvaða áhrif hefur fasta fyrir skurðaðgerð?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fasta fyrir skurðaðgerðir er skilgreind sem að innbyrða hvorki mat eða vökva um munn í ákveðinn tíma. Þetta er lykilatriði í undirbúningi sjúklinga fyrir svæfingu eða slævingu. Fasta er framkvæmd til að draga úr líkum á lungna ásvelgingu vegna magainnihalds. Mikilvægt er að fasta samkvæmt leiðbeiningum til að draga úr líkum á slæmum afleiðingum föstu. Á Íslandi er ráðlagt að fasta á mat í 6 klst. fyrir komu á sjúkrahús fyrir aðgerðir og drekka þá einungis tæran vökva. Ráðlagt er jafnframt að fasta bæði á mat og drykk í 2 klst. fyrir komu á sjúkrahús.
  Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á megindlegum rannsóknum.
  Tilgangur: Að skoða nýjustu þekkingu um áhrif föstu fyrir skurðaðgerðir m.t.t. verklags, leiðbeininga, meðferðarheldni, afleiðinga og áhrifa í og eftir aðgerð. Rýna nánar í gagnreynda þekkingu sem til er um efnið ásamt því að greina frá og samþætta upplýsingar er varða áhrif föstu fyrir skurðaðgerðir.
  Aðferð: Fræðileg samantekt. Rannsóknarspurningar voru mótaðar eftir PICOT viðmiðum og þeim svarað í þessari fræðilegu samantekt. Heimildaleit fór fram á gagnagrunnunum PubMed, ScienceDirect og leitir.is. PRISMA flæðirit var notað til að lýsa heimildarleitinni. Notast var við ákveðin leitarorð og inntöku- og útilokunarskilyrði til að afmarka val á greinum og rannsóknum og stóðust 12 rannsóknir þau skilyrði.
  Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að sjúklingar eru almennt að fasta of lengi fyrir aðgerðir þrátt fyrir leiðbeiningar. Flestar rannsóknir voru með of lítil úrtök til að hægt væri að fá marktækni á VAS mati og vellíðan sjúklinga. Kolvetnadrykkir stuðluðu marktækt að betri líðan eftir aðgerð og dró úr insúlín viðnámi. Sjúklingar voru ekki með aukna tíðni lungna ásvelgingar við að fá kolvetnadrykk 2 klst. fyrir aðgerðir. Rannsókn sýndi að fræðsla fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mikilvægi föstu skilaði árangri fyrir upplýsingagjöf til sjúklinga. Sjúklingar föstuðu marktækt styttra á mat og drykk eftir munnlega og skriflega fræðslu.
  Ályktun: Betri batahorfur eru þegar fylgt er reglum um föstu tíma og vísbendingar eru um að þessum sjúklingum líði betur. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk fái sjálft fræðslu um mikilvægi föstu samkvæmt leiðbeiningum. Með því eru auknar líkur á að heilbrigðisstarfsfólk leggi meiri áherslu á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum og geti þannig reynt að stuðla að bættri útkomu skurðaðgerða ásamt því að draga úr fylgikvillum.
  Lykilorð: Fasta, skurðaðgerð, kolvetnahleðsla, lungna ásvelging, insúlín viðnám.

Samþykkt: 
 • 13.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fasta fyrir skurðaðgerð - GÞÞ og KLÁ.pdf459.88 kBLokaður til...25.06.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf2.63 MBLokaðurYfirlýsingPDF