is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41241

Titill: 
 • Öryggi dícýklómínhýdróklóríð lyfjameðferðar við ungbarnakveisu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Upplýsingar um öryggi lyfsins dícýklómínhýdróklóríð (e. dicyclomine hydrochloride) við meðferð á ungbarnakveisu skortir tilfinnanlega. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka öryggi lyfsins í íslensku þýði.
  Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturskyggna tilfella-viðmiðarannsókn. Rannsóknartímabilið var frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2021 og aldur tilfella og viðmiða var 0-180 daga. Í hópi tilfella töldust öll börn sem innleystu lyfið dícýklómínhýdróklóríð á tímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2021. Í hópi viðmiða töldust öll börn fædd á tímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2021 sem fengu ekki lyfið. Upplýsingar um innleysta dícýklómínhýdróklóríð lyfseðla, innlagnir á sjúkrahús, komur á bráðamóttökur, andlát og fæðingar voru fengnar úr Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis, vistunarskrá heilbrigðisstofnanna, dánarmeinaskrá, vöruhúsi gagna á Landspítala og Hagstofu Íslands. Sjúkraskrár allra tilfella sem lögðust inn á sjúkrahús eftir innlausn dícýklómínhýdróklóríð lyfseðla voru skoðaðar með tilliti alvarlegra atvika sem tengja mætti lyfjameðferðinni.
  Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru dícýklómínhýdróklóríð lyfseðlar innleystir fyrir 1468 börn á aldrinum 11-180 daga, 671 stúlka og 797 drengir. Heildarfjöldi innleystra lyfseðla var 2796. Meðalaldur við innlausn fyrsta lyfseðils var 49,8 dagar (miðgildi 44. Í hópi tilfella lögðust 42 (2,9%) börn á sjúkrahús sem áttu innleystan dícýklómínhýdróklóríð lyfseðil, en 2653 (5,4%) börn í hópi viðmiða. Á bráðamóttöku kom komu 628 (42,8%) tilfelli og 11391 (23,2%) viðmið. Engin andlát voru í hópi tilfella, en í hópi viðmiða lést 41 (0,083%) barn. Eitt barn var lagt inn með fölva og slappleika, mögulega tengt töku lyfsins, einkennin gengu strax yfir þegar ýtt var við barninu. Við komu í göngudeild 2 vikum eftir útskrift var viðkomandi enn á dícýklómínhýdróklóríð lyfjameðferð.
  Ályktanir: Niðurstöður okkar lýðgrunduðu rannsóknar benda til þess að dícýklómínhýdróklóríð sé örugg meðferð við ungbarnakveisu. Ekki er hægt að útiloka að inntaka lyfsins hafi leitt til sjúkrahúsinnlagnar án alvarlegra atvika eða afleiðinga í einu tilfelli. Ekki er enn vitað hvort einhverjar komur á bráðamóttöku tengist beint inntöku lyfsins. Frekari úrvinnsla fyrirliggjandi gagna er nauðsynleg til þess að hægt sé að fullyrða frekar um öryggi dícýklómínhýdróklóríð við meðferð á ungbarnakveisu.

Samþykkt: 
 • 13.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjalti Reykdal Snorrason B.Sc. ritgerð.pdf815.29 kBLokaður til...13.05.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing 13. maí 2022.pdf268.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF