is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41242

Titill: 
  • Vímuefnaneysla í æð: Rannsókn á notuðum sprautunálum í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vímuefnaneysla í æð er veigamikill áhrifaþáttur í ótímabærum veikindum á heimsvísu. Rannsóknir á vímuefnaneyslu í æð byggja að miklu leyti á frásögnum einstaklinga á meðferðarstofnunum, lítið er því vitað um þá sem nota vímuefni í æð en leita sér ekki lækninga. Rannsóknin byggir á evrópskri samvinnurannsókn (ESCAPE) sem sett var á laggirnar til að fylgjast með hvaða vímuefni finnast í notuðum sprautubúnaði með efnafræðilegri greiningu. Með aukinni vitneskju um hvaða vímuefni eru í notkun má bæta skaðaminnkandi þjónustu við einstaklinga sem nota vímuefni í æð og draga úr skaðlegum áhrifum neyslunnar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða vímuefni finnast í notuðum sprautubúnaði sem skilað er til förgunar, hvaða efni er algengast að finna og algengi þess að fleiri en eitt efni finnist í hverri sprautu.
    Efniviður og aðferðir: Notuðum sprautubúnaði var safnað frá október 2021 til mars 2022 í Reykjavík. Engin samskipti voru milli notenda sprautubúnaðarins og þess sem aflaði gagna. Ein sprauta var tekin úr hverju nálaboxi til að lágmarka líkur á að fleiri en eitt sýni fengist frá sama einstaklingi. Alls var 203 sýnum var safnað á tímabilinu. Eftir sýnameðhöndlun voru efnin greind með gasgreini sem tengdur er massaskynjara (GC/MS) og niðurstöður metnar með Masshunter hugbúnaði með aðstoð staðalefna helstu fíkniefna á markaði.
    Niðurstöður: Alls fundust 10 mismunandi vímuefni og fjögur mismunandi íblöndunarefni í sprautunum. Metýlfenídat var algengasta vímuefnið en það fannst í 105 sprautum (51,7%). Önnur örvandi efni fundust í um 42% sprauta og ópíóíðar í um þriðjungi sprauta. Engin efni fundust í þremur sprautum. Algengasta íblöndunarefnið var koffín en það fannst í 86 sprautum (42,4%). Rúmlega helmingur sprauta (54,2%) innihélt tvö eða fleiri vímuefni eða íblöndunarefni.
    Ályktanir: Í Reykjavík er metýlfenídat mun algengara til vímuefnaneyslu í æð samanborið við niðurstöður ESCAPE. Heróín, búprenorfín og katínónar voru með algengustu efnum í ESCAPE en fundust ekki í Reykjavík. Neyslan virðist blönduð, um helmingur sprauta í ESCAPE innihélt fleiri en eitt vímuefni en tæplega þriðjungur í Reykjavík. Algengt var að sjá blöndu með örvandi vímuefni og ópíóíða en einnig blöndu örvandi vímuefna. Íblöndunarefni eru algeng og ekki er víst að notendur séu meðvitaðir um það.

Samþykkt: 
  • 16.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HjordisTinnaP_Bs.pdf1,43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Skemman_HTP.pdf1,09 MBLokaðurYfirlýsingPDF