is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41243

Titill: 
  • Gallrásarbólga (e. cholangitis) á Íslandi: algengi og horfur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bráð gallrásarbólga einkennist af bakteríusýkingu í gallvegum yfirleitt vegna stíflu eða þrengsla, t.a.m vegna gallsteina eða illkynja æxlis í gallvegum. Við stíflu á gallgangi eykst þrýstingurinn í kerfinu og sýkingin getur borist í blóðið, sem getur leitt til sýklasóttar og fjölkerfabilunar og sýnt hefur verið fram á dánartíðni 5-16% í mismunandi rannsóknum. Það getur verið mikilvægt að beita inngripi til þess að leysa stífluna og ERCP (e. endoscopic retrograde cholangio-pancreatiography) er þar fyrsta val. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka algengi og horfur horfur sjúklinga með bráða gallrásarbólgu og bera saman horfur þeirra sem fóru í ERCP innan 24 tíma frá greiningu eða síðar.
    Efni og aðferðir: Gagnagrunnur speglunardeildar landspítalans (LSH) var notaður til að finna sjúklinga sem farið höfðu í ERCP á árunum 2010-2021 og fengið sjúkdómsgreininguna K83.0 eða K80.3 (bráð gallrásarbólga) skv ICD-10 greiningarflokkuninni. Sjúkraskrár þeirra einstaklinga voru skoðaðar til að staðfesta greiningu. Notast var við Tokyo leiðbeiningar frá 2018 fyrir greiningarskilyrði bráðrar gallrásarbólgu. Helstu breytum sem var safnað voru: kyn, aldur við greiningu, lengd sjúkrahúslegu, gjörgæsluþörf, 30-daga dánartíðni og tími frá greiningu að ERCP.
    Niðurstöður: Alls voru framkvæmd 3582 ERCP á rannsóknartímabilinu. Eftir að búið var að útiloka þá sem ekki uppfylltu Tokyo greiningarskilmerkin eða önnur útilokunarskilyrði, samanstóð lokaþýðið af 257 einstaklingum, 113 konur (44%) og meðalaldur 70 ár (15). Alls fóru 66 sjúklingar (26%) í ERCP innan 24 tíma frá greiningu, en 191 sjúklingar (74%) fóru eftir meira en 24 tíma. Í heildina létust eingöngu 6 einstaklingar (2%) innan 30 daga, 2 af þeim fóru í ERCP innan 24 tíma (p=0.65). Heildar fjöldi þeirra sem lögðust inn á gjörgæslu voru 27 einstaklingar (10%), af þeim fóru 9 í ERCP innan 24 tíma (p=0.36)
    Ályktanir: Gallrásarbólga var sjaldgæf ábending fyrir ERCP eða í 9% tilfella. Dánartíðni sjúklinga sem greindust með gallrásarbólgu var aðeins 2% sem er töluvert lægri en í mörgum sambærilegum rannsóknum. Í ljósi þessarar lágu dánartíðni var erfitt að sýna fram á marktækan mun í 30-daga dánartíðni eða gjörgæsluþörf milli fólks sem fór í ERCP fyrir eða eftir 24 tíma frá greiningu.

Samþykkt: 
  • 16.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GallrásarbólgaáÍslandi.pdf459,1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf192,96 kBLokaðurYfirlýsingPDF