en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4125

Title: 
  • Title is in Icelandic Óhefðbundinn efniviður í textílkennslu
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Leiktu þér með efniviðinn og hugmyndin lifnar við : hugmyndabók fyrir textílkennara
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefnið, Óhefðbundinn efniviður í textílkennslu, inniheldur greinargerð og hugmyndabók fyrir kennara. Verkefnið lýsir ákveðinni nálgun sem meðal annars er hægt að nýta við textílkennslu þar sem óhefðbundinn efniviður er notaður. Hugmyndabókin, Leiktu þér með efniviðinn og hugmyndin lifnar við, er ekki uppskriftabók að tilbúnum kennsluverkefnum heldur hugmyndabanki fyrir textílkennara. Stuðst er við markmið Aðalnámskrár grunnskóla og fjallað um mikilvægi endurvinnslu og endurnýtingar í nútímasamfélagi. Greint er frá kennsluaðferðum sem höfundar telja henta kennslu af þessu tagi og val þeirra er rökstutt með vísunum í Aðalnámskrá grunnskóla, Litróf kennsluaðferðanna eftir Ingvar Sigurgeirsson, fjölgreindakenningu Gardners, hugmyndafræði Reggio Emilia og John Dewey. Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að ef þessum aðferðum er beitt, eru líkur til að það ýti undir sjálfstæð vinnubrögð nemenda, skapandi hugsun og víðsýni. Það er von höfunda að verkefnið nýtist kennurum sem leita leiða til að nota óhefðbundinn efnivið í kennslu.með tilliti til grunnskólanemenda. Lykilorð: Óhefðbundinn efniviður.

Accepted: 
  • Nov 19, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4125


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AldisSveinsd_in_fixed.pdf210 kBOpenGreinargerðPDFView/Open
AldisSveinsd_lokalokaeintak_fixed.pdf43.98 MBLockedHugmyndabókPDF