is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41250

Titill: 
  • Möguleg tengsl sýklalyfjagjafa barna undir tveggja ára aldri við offitu í barnæsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við sýklalyfjagjöf á fyrstu árum ævinnar getur þarmaflóran raskast og þannig haft ýmsar langtímaafleiðingar, m.a. truflað þroska ónæmiskerfisins. Hlutverk þarmaflórunnar virðist mikilvægt í þróun ýmissa kvilla. Óhófleg notkun sýklalyfja á sama tímabili og nýgengi offitu vex á Vesturlöndum vekur því upp spurningar um hvort tengsl séu á millli sýklalyfjagjafa ungra barna og offitu í barnæsku.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfella-viðmiðuð og náði til barna að 18 ára aldri sem höfðu verið í meðferð vegna offitu hjá Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins (n=448). Hvert tilfelli var parað eftir kyni og fæðingardegi +/- einn dagur við tvö viðmið (n=893) sem fundin voru þjóðskrá, þrjú viðmið voru útilokuð vegna ófullnægjandi gagna. Listi yfir allar sýklalyfjaávísanir barnanna að tveggja ára aldri ásamt ATC-kóða og afgreiðsludegi lyfjanna var notaður við samanburð á milli tilfella og viðmiða.
    Niðurstöður: Alls fengu 84,6% tilfella a.m.k. eina sýklalyfjaávísun fyrir tveggja ára aldur miðað við 81,5% viðmiða (p=0,16). Enginn munur var á hópunum þegar heildarfjöldi ávísana var skoðaður eftir undirflokkum sýklalyfja en tilfellin voru líklegri til að fá penisilín með beta-laktamasa hemli sem fyrstu ávísun, 41,2% á móti 36,8%, (p<0,01) en viðmiðin að fá fyrstu kynslóðar cefalóspórín, 4,3% á móti 5,8% (p=0,01). Tilfellin voru líklegri til að fá fimm eða fleiri kúra, 43,8% miðað við 32,1% viðmiða (p<0,01) en viðmiðin líklegri til þess að einn kúr, 20,3% á móti 9,2% tilfella (p<0,01). Hlutfallslega fengu fleiri börn í tilfellahópnum (62,9%) sýklalyf á fyrstu 12 mánuðunum samanborið við börn í viðmiðunarhópnum (49,9%), sem fengu hlutfallslega fleiri sýklalyf á seinni tólf mánuðunum (p<0,01).
    Ályktanir: Fjöldi barna sem fékk sýklalyf á fyrstu tveimur æviárunum var sambærilegur á milli hópa en börn með offitu voru yngri við fyrstu sýklalyfjagjöf og líklegri til að hafa fengið breiðvirkari sýklalyf sem og fimm eða fleiri kúra af sýklalyfjum. Þó að orsakasamband sé ekki sannað er mögulegt að minni notkun sýklalyfja, sérstaklega á fyrsta aldursári, myndi draga úr áhættu á offitu í barnæsku. Þó frekari rannsókna sé þörf, styðja þessar niðurstöður við kenningar um mikilvægi þarmaflórunnar í heilbrigði barna. Enn betri þekking gæti breytt viðhorfi okkar til sýklalyfjameðferða ungra barna til frambúðar.

Samþykkt: 
  • 16.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin_Kristrun_Ingunn_S_Sveinsdottir.pdf1.4 MBLokaður til...13.05.2025HeildartextiPDF
Yfirlysing_Skemman.pdf210.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF