is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41253

Titill: 
  • Greiningarskilmerki meðgöngueitrunar: Lækkun á mörkum marktækrar próteinmigu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar þunguð kona hefur hækkaðan blóðþrýsting (≥140/≥90 mmHg) eftir 20 vikna meðgöngu án marktækrar próteinmigu er um meðgönguháþrýsting að ræða. Meðgöngueitrun er hins vegar greind þegar samhliða hækkuðum blóðþrýstingi mælist marktæk próteinmiga eða önnur merki um líffærabilun eru til staðar. Í dag standa mörk marktækrar próteinmigu til greiningar á meðgöngueitrun við albúmín/kreatínín gildi ≥ 25 mg/mmól en til stendur að lækka mörkin niður í ≥ 8 mg/mmól samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum. Markmið rannsóknarinnar var að áætla hvort slík breyting hefði í för með sér aukningu á greiningu meðgöngueitrunar og kanna möguleg áhrif á tíðni alvarlegs háþrýstings, innlagna og framkallana fæðinga.
    Efni og aðferðir: Rannsóknarþýðið var 320 konur sem fæddu einbura á fæðingardeild Landspítala árið 2020 og höfðu greinst með háþrýstingssjúkdóm á meðgöngu. Skilgreindir voru þrír hópar kvenna eftir gildum albúmín/kreatínín mælinga í þvagi og hvort greining á meðgöngueitrun varð aldrei, síðar eða strax, miðað við fyrstu mælingu ≥ 8 mg/mmól. Borin var saman útkoma hjá hópunum. Notast var við lýsandi tölfræði, kí-kvaðrat próf og fisher‘s próf þar sem tölfræðileg marktækni miðaðist við p<0,05.
    Niðurstöður: 152 konur fengu albúmín/kreatínín gildi ≥ 8 mg/mmól á meðgöngu. Af þeim greindust 92 konur með meðgöngueitrun við fyrstu mælingu, 23 fengu greininguna síðar þegar albúmín/kreatínín hafði hækkað í ≥ 25 mg/mmól og 25 greindust aldrei. Þær 12 sem eftir standa fengu greiningu á meðgöngueitrun óháð próteinmigu. Allar 152 konur hefðu greinst við fyrstu mælingu ≥ 8 mg/mmól hefðu ný mörk verið í gildi. Alls voru 9 konur sem fengu greiningu seint eða aldrei sem fóru af stað sjálfkrafa í sótt en hjá hinum 39 hófst fæðing með keisara eða framköllun. Dagafjöldi frá albúmín/kreatínin gildi ≥8 mg/mmól fram að fæðingu var hæstur þegar greining meðgöngueitrunar var tafin. Þar að auki hafði sá hópur hærri tíðni alvarlegs háþrýstings og innlagna samanborið við konur sem fengu greiningu strax eða aldrei.
    Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að fyrirhuguð lækkun á mörkum próteinmigu til greiningar á meðgöngueitrun muni auka greiningar á meðgöngueitrun og gera má ráð fyrir smávægilegri aukning á fjölda framkallaðra fæðinga. Við nýju mörkin verður fæðing framkölluð fyrr en við þau gömlu og með því má sennilega minnka tíðni alvarlegra veikinda svo sem alvarlegs háþrýstings og þörf á innlögn en sá hópur sem hafði marktæka próteinmigu samkvæmt lækkuðum mörkum lengst hafði verstu útkomurnar.

Samþykkt: 
  • 16.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S.ritgerð-MargretOlsen.pdf945,91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Skemman 2.pdf204,88 kBLokaðurYfirlýsingPDF