is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41255

Titill: 
 • Áhrif offitu á árangur lokuskiptaaðgerða við ósæðarlokuþrengslum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Offita hefur almennt verið talin auka líkur á fylgikvillum eftir skurðaðgerðir. Nokkrar rannsóknir á árangri kransæðahjáveituaðgerða hafa þó sýnt fram á sambærilega eða jafnvel lægri tíðni fylgikvilla. Tengsl offitu og árangur lokuskiptaaðgerða eru hins vegar minna rannsökuð. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna áhrif offitu á tíðni skammtíma fylgikvilla og langtímalifun eftir ósæðarlokuskipti.
  Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 748 sjúklingum sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2003-2020. Sjúklingum var skipt í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS): i) kjörþyngd=18,5-24,9 kg/m2 (n=190), ii) yfirþyngd=25-29,9 kg/m2 (n=339), iii) ofþyngd=30-34,9 kg/m2 (n=165) og iv) mikla ofþyngd ≥35 kg/m2 (n=54). Sjúklingar með LÞS undir 18,5 kg/m2 voru aðeins 6 talsins og ekki teknir með í útreikninga. Upplýsingum um bakgrunns- og áhættuþætti sjúklinga var safnað úr sjúkraskrám, auk skammtíma fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Hóparnir fjórir voru bornir saman með tilliti til áðurnefndra þátta og langtímalifun áætluð með Kaplan-Meier aðferð. Sjálfstæðir forspárþættir langtímalifunar voru fundnir með Cox-aðhvarfsgreiningu. Meðal eftirfylgd var 6,3 ár.
  Niðurstöður: Sjúklingar í mikilli ofþyngd voru að meðaltali fjórum árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, höfðu oftar áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og meðal EuroSCORE II þeirra var hærra (5,3 sbr. 4,4%, p=0,03). Sjúklingum í mikilli ofþyngd blæddi hins vegar minna á fyrstu 24 klst. en þeim í kjörþyngd (558 sbr. 1091 ml, p <0,001), þeir fengu sjaldnar heilablóðfall (0% sbr. 6,4%, p=0,03), en oftar bringubeinslos (5,6% sbr. 2,7%, p=0,04), djúpa bringubeinssýkingu (3,7% sbr. 0%, p=0,04) og bráðan nýrnaskaða (26,4% sbr. 15,2%, p=0,005). Dánartíðni <30 daga og langtímalifun var hins vegar sambærileg milli hópa og LÞS ekki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar í fjölbreytugreiningu þar sem m.a. var leiðrétt fyrir aldri (HH: 0,91, 95% ÖB: 0,65-1,27).
  Ályktun: Árangur sjúklinga sem þjást af offitu og gangast undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla er góður og skammtíma- og langtímalifun sambærilegar við sjúklinga í kjörþyngd. Hár líkamsþyngdarstuðull ætti því ekki að vera frábending fyrir ósæðarlokuskiptum.

Samþykkt: 
 • 16.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Freydis.pdf1.04 MBLokaður til...01.06.2023HeildartextiPDF
Yfirlysing_Skemman.kvitt.pdf182.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF