en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41258

Title: 
  • Title is in Icelandic Þungunarrof á Landspítala - Aðferðir, árangur og fylgikvillar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Þungunarrof vísar til þeirrar læknismeðferðar þegar endi er bundinn á þungun konu, að hennar beiðni, annað hvort með lyfjagjöf eða aðgerð. Fyrstu íslensku lögin um þungunarrof voru sett á Alþingi 1935, næst 1975 og síðast 2019. Lög um þungunarrof nr.43/2019 tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna sem vilja fara í þungunarrof allt fram að lokum 22. viku meðgöngu. Tvenns konar meðferð er veitt til að rjúfa þungun, aðgerð eða lyfjameðferð. Aðgerð (útskaf, Evac) er oftast gerð í svæfingu. Þá er legháls víkkaður og leg tæmt með sogi og sköfu. Á kvennadeild Landspítala var farið að gera þungunarrof með lyfjum á fyrsta trimestri árið 2006. Þessi nýja aðferð, sem tók við af aðgerð ruddi sér hægt til rúms en nú eru langflest þungunarrof gerð með lyfjum og því tímabært að rannsaka árangur og öryggi þeirrar meðferðar. Tvö lyf eru gefin þegar rjúfa á þungun með lyfjum, t.mífepristón (Mifegyn) og t.misoprostol (Cytotec).
    Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn sem náði til allra þungunarrofa sem fóru fram á Landspítala frá 1. september 2019 til 31. desember 2021. Gögn um meðferð til þungunarrofs, fylgikvilla og endurkomur innan 60 daga frá meðferð, voru fengin frá hagdeild Landspítala á ópersónugreinanlegu formi.
    Niðurstöður: Fjöldi þungunarrofa á tímabilinu var 1914. Þar af 1674 framkvæmd með lyfjameðferð og 240 með aðgerð. Flest þungunarrofin voru framkvæmd fyrir lok 9. viku eða 85,7%, 10,2% voru framkvæmd á milli 9. og 12. viku, 3,0% á milli 12. og 16. viku, 0,6% á milli 16. og 20. viku og minnsti hlutinn eða 0,5% milli 20. og 22. viku. Lyfjameðferðarhópurinn varð frekar fyrir fylgikvillunum ófullkomið þungunarrof, með tafinni eða óhóflegri blæðingu (p<0,001), ófullkomið þungunarrof af öðrum ótilgreindum ástæðum (p<0,01) og útskaf vegna resta í legi (p<0,005). Einnig átti lyfjameðferðarhópurinn oftar endurkomur á kvennadeild innan 60 daga (p<0,001) og þegar kom að mun á innlögnum vegna fylgikvilla var marktæknin ekki afgerandi (p=0,05).
    Ályktanir: Stærstur hluti þungunarrofa var framkvæmdur með lyfjum. Niðurstöður leiddu í ljós að marktækt meiri líkur eru á ófullkomnu þungunarrofi þegar lyf eru notuð. Tíðni fylgikvilla er sambærilegur því sem sést hefur á Norðurlöndunum.

Accepted: 
  • May 16, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41258


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSloka-þungunarrof.pdf1,51 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlysing_Skemman.pdf238,08 kBLockedDeclaration of AccessPDF