is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41259

Titill: 
 • Lungnakrabbamein á Íslandi árið 2019: Greining, meðferð og horfur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og þriðja algengasta hjá körlum. Það er valdur að flestum krabbameinstengdum dauðsföllum. Markmið rannsóknarinnar var að meta greiningu, meðferð og horfur sjúklinga greinda með krabbamein í lungum á Íslandi árið 2019 og bera saman við áþekkt þýði í Svíþjóð.
  Efni og aðferðir: Leitað var í Krabbameinsskrá Íslands að öllum sem greindust með krabbamein í lungum (ICD C34,0 – C34,9) á Íslandi árið 2019. Þaðan fengust kennitölur einstaklinganna. Fyllt voru út skráningareyðublöð í Heilsugátt með klínískum upplýsingum úr Sögu. Til samanburðar fengust sambærilegar upplýsingar úr sænskri gæðaskráningu, en íslensku skráningareyðublöðin eru byggð á þeim sænsku.
  Niðurstöður: Árið 2019 greindust 182 einstaklingar með 184 krabbamein upprunnið í lungum á Íslandi, 43,7% karlar og 56,3% konur. Miðgildi aldurs var 71 ár. Vefjagerð skiptist í krabbamein ekki af smáfrumugerð 78,5%, þar af 1,9% af stórfrumugerð, og smáfrumukrabbamein hjá 17,7% en aðrar vefjagerðir svo sem krabbalíki greindust hjá 3,8% sjúklinga. Hlutfall smáfrumugerðar reyndist marktækt hærra á Íslandi en í Svíþjóð (P=0,01). Í 90,7% tilfella höfðu sjúklingar sögu um reykingar.
  Hlutfall tilfella með sjúkdóm á TNM-stigi I var 28%, á stigi II 11%, IIIA 9,9% og IIIB 6%. Flestir greindust með sjúkdóm á stigi IV (43,4%). Hlutfall karla sem greindust með sjúkdóm á stigi III eða IV var 67,7% en hlutfall kvenna 55,3%. Hlutfall íslenskra sjúklinga sem greindust með sjúkdóm á stigi III eða IV (60,6%) var marktækt lægra en hlutfall sænskra sjúklinga (68,1%) (P=0,03). Skurðaðgerð var framkvæmd í 31,7% tilfella, sem er hærra hlutfall en í Svíþjóð (22,4%) (P<0,01). Alls fengu 10,4% sjúklinga samtvinnaða lyfja- og geislameðferð, 7,1% geislameðferð og 27,9% lyfjameðferð í líknandi tilgangi. Tæpur fjórðungur sjúklinga (23%) fengu aðeins stuðningsmeðferð. Í lok árs 2021 höfðu 58,5% sjúklinganna látist og 41,5% voru á lífi. Af þeim sem greindust með sjúkdóm á stigi I voru 82,4% á lífi í lok árs 2021 en 13,9% þeirra sem greindust með sjúkdóm á stigi IV. Af þeim sem greindust með krabbamein ekki af smáfrumugerð voru 50% á lífi í lok árs 2021 en 14,3% þeirra með smáfrumukrabbamein.
  Ályktun: Vefjaflokkun lungnakrabbameina var í samræmi við alþjóðlegar ráðleggingar og er það grunnur að réttu meðferðarvali. Lungnakrabbamein af smáfrumugerð voru algengari á Íslandi en í Svíþjóð árið 2019. Íslenskir sjúklingar greindust með sjúkdóm af lægra stigi en sænskir sjúklingar og var skurðhlutfall hærra hérlendis.

Samþykkt: 
 • 16.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudrunAnnaHalldorsdottir_BS.pdf5.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Skemman (1).pdf240.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF