en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41260

Title: 
  • Title is in Icelandic Klámvandi: Falinn vandi sem enga athygli fær
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Klám er orðið að órjúfanlegum hluta af hinum nettengda heimi sem við búum í. Hvar sem stigið er niður fæti og nettenging býðst er mögulegt að nálgast klám. Nú til dags eru flestir Íslendingar með snjallsíma og eru þeir oftast nettengdir. Aðgengi að klámi er því í vasa hvers og eins þeirra, svo lengi sem þeir hafi aðgang að netsambandi. Í því samhengi er ekki spurt hver það er sem horfir á skjáinn, hvort sem það er barn eða fullorðinn. Rannsóknir á klámnotkun á Íslandi hafa fyrst og fremst snúið að því að kanna umfang notkunar hjá ungu fólki eins og framhaldsskólanemum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar sem snúa að hugsanlegum vandamálum við klámnotkun eða hvort slíkur vandi sé yfir höfuð til staðar. Með þessari könnun og verkefni er stigið eitt af fyrstu skrefunum í áttina að því að kortleggja almenna klámnotkun á Íslandi. Þar að auki er lagt til að notast verði við orðið klámvandi þegar fjallað er um vandamál í tengslum við klámnotkun en hingað til hefur yfirleitt verið vísað til klámfíknar. Þetta nýja hugtak er opnara og býður upp á víðtækari nálgun.
    Helstu niðurstöður eru að klámvandi er sannarlega til staðar á meðal háskólanema og í meira mæli en búist var við. Enn fleiri hafa upplifað löngun til þess að draga úr klámnotkun sinni og með misjöfnum árangri. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að ætla að þörf sé á úrræðum og sérþekkingu á þessu sviði en aðgengi að slíku er takmarkað. Mikil þörf er á frekari og ítarlegri rannsóknum á klámvanda á Íslandi.

Accepted: 
  • May 16, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41260


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing.pdf188 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Klámvandi_Lokaskjal.pdf665.93 kBOpenComplete TextPDFView/Open