is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41264

Titill: 
  • Áhrif kulda og vetrarveðurs í gönguþjálfun á blóðþrýsting, hjartslátt og mæði, hjá einstaklingum með háþrýsting og/eða kransæðasjúkdóm
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Reykjalundi fer fram hjartaendurhæfing og er einn þáttur hennar gönguþjálfun utandyra. Kuldaáreiti á líkamann virkjar sympatíska taugakerfið ásamt renín-angíótensín kerfinu sem veldur hækkun á blóðþrýstingi. Kuldaáreiti á andlit virkjar parasympatíska kerfið sem veldur lækkaðri hjartsláttartíðni. Kuldaáreiti á allan líkamann ásamt andliti getur því valdið samvirkjun taugakerfanna, en fáar rannsóknir hafa rannsakað þessi áhrif hjá einstaklingum með háþrýsting og/eða kransæðasjúkdóm.
    Efniðviður og aðferðir: Rannsóknin er forkönnunar þversniðsrannsókn. Framkvæmdar voru mælingar við tvær sambærilegar göngur innandyra og utandyra í vetrarveðri í viðeigandi fatnaði. Þátttakendur (n=8) voru með sólarhringsblóðþrýstingsmæli og Holter mæli við göngurnar. Mælt var blóðþrýsting og hjartsláttartíðni og spurt um mæði á Borg CR10 skala, hjartsláttaróþægindi og brjóstverk, fjórum sinnum; 1) standandi í hvíld, 2) sitjandi í hvíld (að undanskilinni mæði), 3) í göngu og 4) endurheimt. Í útigöngu voru auk þess gerðar þrjár vindmælingar og umhverfishitastig mælt.
    Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur á milli mælinga innandyra og utandyra á: systólískum blóðþrýstingi (p=0,160, 95% öryggisbil=[-8,5; 1,0]), díastólískum blóðþrýstingi (p=0,768, 95% öryggisbil=[-2,4; 3,2]), hjartsláttartíðni fenginni með sólarhringsblóðþrýstingsmæli (p=0,516, 95% öryggisbil=[-3,7; 1,9]) og hjartsláttartíðni fenginni með Holter mæli (p=0,145, 95% öryggisbil=[ 6,4; 1,0]). Mæði á Borg CR10 skala var meiri utandyra en innandyra (p=0,013, 95% öryggisbil=[ 1,3; -0,3]). Ekki fékkst marktækur munur þegar mæði var skipt upp eftir mælingum: 1) sitjandi í hvíld (p=0,527, 90% öryggisbil=[ 1,3; 0,5]), 3) í göngu (p=0,136, 80% öryggisbil=[ 2,5; 0,3]) og 4) endurheimt (p=0,073, 90% öryggisbil=[-1,5; -0,3]) og borið saman mælingar innandyra og utandyra. Enginn greindi frá hjartsláttaróþægindum eða brjóstverk.
    Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplifun á mæði sé marktækt meiri í göngu utandyra að vetrarlagi en í sambærilegri göngu innandyra hjá einstaklingum með háþrýsting og/eða kransæðasjúkdóm. Varlega þarf að fara í ályktanir og túlkun niðurstaðna vegna lítils úrtaks en hins vegar gefa niðurstöðurnar ákveðna vísbendingu.

Samþykkt: 
  • 16.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Telma Sigþrúður Guðbjarnadóttir.pdf1,24 MBLokaður til...13.05.2025HeildartextiPDF
Yfirlysing_Skemman_útfyllt.pdf222,65 kBLokaðurYfirlýsingPDF