is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41274

Titill: 
  • Ónæmisforðun MITF-low-sortuæxlisfrumna: Hlutverk IFN-γ og viðbragðsþátta þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Sortuæxlisfrumur geta komið sér undan krabbameinsvörnum ónæmiskerfisins með tjáningu ónæmisbæliprótína. Eitt slíkt prótín, PD-L1, er, skv. óbirtum niðurstöðum frá rannsóknarstofunni okkar, hlutfallslega meira tjáð í IFN-γ-meðhöndluðum MITF-low-sortuæxlisfrumum samanborið við viðmið þar sem MITF hefur ekki verið slegið niður (MITF-WT-frumur) en MITF er lykil-umritunarþáttur litfrumna, sem eru forverar sortuæxlisfrumna. Markmið þessarar rannsóknar var að skilgreina betur hvaða gen taka þátt í IFN-γ-háðri tjáningu PD-L1 í MITF-low-sortuæxlisfrumum. Aðferðir: Framkvæmd var RNA-raðgreining á MITF-low- og MITF-WT-sortuæxlisfrumum sem ræktaðar höfðu verið með eða án IFN-γ. Raðgreiningarniðurstöðurnar voru greindar og athugaðar með hugbúnaðinum sleuth til að bera kennsl á gen sem talin voru geta skýrt IFN-γ-háð samband MITF og PD-L1. Valin gen voru í framhaldinu slegin niður með siRNA-sameindum í IFN-γ-meðhöndluðum frumuræktum MITF-low- og MITF-WT-sortuæxlisfrumna. RNA var einangrað úr frumunum og framkvæmd magnbundin kjarnsýrumögnun (qPCR) til að meta hvort tilgátur um valin gen stæðust eða ekki.
    Niðurstöður: RNA-raðgreining heppnaðist skv. meginþáttagreiningu og tengslakorti. siMITF og IFN-γ höfðu fyrirætluð áhrif á genatjáningu frumnanna skv. GO-greiningu. Úrvinnsla á RNA-raðgreiningarniðurstöðum leiddi einnig í ljós ákveðin mögnunaráhrif MITF-low-ástands á IFN-γ-viðbragð. Greining á RNA-raðgreiningarniðurstöðum leiddi fram tilgátu um mögulegt hlutverk IRF4 og IRF1 í IFN-γ-háðri tjáningu PD-L1 í MITF-low-sortuæxlisfrumum. Með qPCR tókst ekki að sýna fram á marktækt hlutverk IRF4 í sambandi MITF og PD-L1. qPCR-tilraunir með IRF1 heppnuðust ekki.
    Ályktanir: Vitað er að MITF hvetur tjáningu IRF4 sem aftur á móti hemur tjáningu IRF1 en IRF1 er þekktur IFN-γ-háður umritunarþáttur PD-L1. Niðurstöður qPCR-tilraunar með IRF4 gefa í skyn að ætluð hemjandi áhrif IRF4 á tjáningu PD-L1 eigi ekki við í þessu tilfelli. Niðurstöðurnar takmarkast þó af því að vera aðeins á formi qPCR sem aðeins gefur upplýsingar á stigi mRNA-umrita, en ekki prótína. Enn er óvíst hve veigamiklu hlutverki IRF1 gegnir í sambandi MITF og PD-L1 en sé um raunverulega veigamikið hlutverk að ræða má ætla að tjáning IRF1 sé tengd MITF gegnum fleiri milliliði en IRF4. Að auki er allmögulegt að hin raunverulega tenging MITF og PD-L1 leynist enn í viðamiklu genaflæmi raðgreiningargagnanna.

Samþykkt: 
  • 16.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlafurCesarssonBS2022.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf544,18 kBLokaðurYfirlýsingPDF