is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41279

Titill: 
  • Tengsl PP13 á fyrsta þriðjungi meðgöngu við uppkomu meðgöngueitrunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Meðgöngueitrun er fjölkerfa sjúkdómur sem kemur fram hjá 3-5% kvenna á meðgöngu í misalvarlegu formi og lýsir sér fyrst og fremst með háþrýstingi og próteinmigu. Ekki er vitað hvað orsakar meðgöngueitrun en talið er að skortur á umbreytingu og víkkun slagæða í legi sé lykilþáttur. Framleiðsla fylgjupróteins 13 (PP13) hefst í fylgju snemma á meðgöngu. Talið er að það stuðli að nýæðamyndun í fylgjunni og umbreytingu slagæða í legi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að PP13 mælist lægra í blóði á 11.-14.viku hjá konum sem síðar fá háþrýstingsvandamál á meðgöngu samanborið við þær konur sem höfðu eðlilegan blóðþrýsting fram að fæðingu. Efni og aðferðir:
    Rannsóknin var hreiðruð tilfella-viðmiða rannsókn (e. nested case-control) og voru tilfelli og viðmið fengin úr þýði PREWICE II rannsóknarinnar. Þær konur sem gengu 37 vikur eða lengur og áttu plasma sýni í frysti uppfylltu skilyrði þátttöku. Voru þáttakendur samtals 160 í þremur hópum; konur sem greindust með meðgöngueitrun (n=20), konur sem greindust með meðgönguháþrýsting (n=40) og viðmiðunarhópur (n=100). Framkvæmd var ELISA mótefnamæling á plasma sýnunum og styrkur PP13 reiknaður út frá mældri ljósgleypni sýnanna. Borin voru saman gildi PP13 styrks milli hópanna þriggja með einþættri fervikagreiningu (ANOVA) og t-próf var notað til að bera hvorn tilfellahóp fyrir sig við viðmiðunarhóp. Könnuð var tíðni bakgrunnsbreyta s.s. líkamsþyndarstuðull, aldur og bæri kvennana í hópunum þremur og möguleg tengsl þeirra við PP13. Niðurstöður: Ekki mældist marktækur munur á meðaltali styrks PP13 hjá meðgöngueitrunarhóp og viðmiðum (p=0,640). PP13 styrkur mældist marktækt 8,06 pg/ml hærri hjá meðgönguháþrýstingshóp miðað við viðmiðunarhóp (p=0,046). Engin fylgni mældist milli líkamsþyngdarstuðuls og styrks PP13 (r- gildi=0,033), eða á milli aldurs móður og styrks PP13 (r-gildi=-0,17). PP13 styrkur hjá frumbyrjum sem greindust með meðgöngueitrun var að meðtaltali 22,16 pg/ml en 35,94 pg/ml hjá fjölbyrjum sem greindust með meðgöngueitrun. Fjölbyrjur voru því 13,78 pg/ml hærri eða 59% samanborið við frumbyrjur.
    Ályktanir: Niðurstöður sýndu að það var ekki marktæk fylgni á milli PP13 styrks og greiningu meðgöngueitrunar hjá konum sem fæddu frá og með 37 vikum. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er því ólíklegt að PP13 sé gagnlegur forspárþáttur fyrir meðgöngueitrun sem greinist seint á meðgöngu. Hins vegar mældist PP13 marktækt hærra hjá meðgönguháþrýstings hópnum en viðmiðum og forspárgildi fyrir þennan hóp mætti því rannsaka nánar.

Samþykkt: 
  • 17.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-HólmfríðurÍsold.pdf1,04 MBLokaður til...30.06.2027HeildartextiPDF
Yfirlysing - Hólmfríður Ísold.pdf187,96 kBLokaðurYfirlýsingPDF