is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41283

Titill: 
 • Eru óhagstæðar heilsufarsútkomur algengari hjá nýburum kvenna af erlendum uppruna en nýburum kvenna í sínu upprunalandi?
 • Are adverse health outcomes more common in neonates of migrant mothers compared to neonates of mothers in their country of origin?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fólksflutningar hafa aukist í heiminum og stór hluti innflytjenda eru konur á barnseignaraldri. Munur hefur sést á heilsufarsútkomum nýbura eftir því hvort móðir er af erlendum uppruna eða í sínu upprunalandi. Rannsóknir hafa sýnt að flutningur milli landa er áhættuþáttur fyrir óhagstæðum heilsufarsútkomum nýbura og því mikilvægt að kanna hvernig vega megi upp á móti þessum áhrifum.
  Tilgangur: Kanna hvort nýburar kvenna af erlendum uppruna væru líklegri til að vera með frávik í fæðingarþyngd og Apgar skori við fimm mínútur, borið saman við nýbura kvenna í sínu upprunalandi.
  Aðferð: Ritgerðin byggir á fræðilegri samantekt og er til B. S. prófs í hjúkrunarfræði. Gagna var leitað með kerfisbundum hætti á gagnaveitunni Pubmed. Teknar voru til greina rannsóknir sem fjölluðu um frávik í fæðingarþyngd og Apgar skori og innihéldu nýbura kvenna í sínu upprunalandi sem samanburðarhóp við nýbura kvenna af erlendum uppruna. Inntökuskilyrði voru meðal annars greinar sem höfðu birst á árunum 2012-2022, að þær væru aðgengilegar á ensku eða íslensku og væru í opnum aðgangi. Við greiningu á heimildum var stuðst við PRISMA flæðirit.
  Niðurstöður: Nýburar kvenna af erlendum uppruna voru oftar með frávik í fæðingarþyngd samanborið við nýbura kvenna í sínu upprunalandi. Einnig voru nýburar kvenna af erlendum uppruna oftar með lágt Apgar skor við fimm mínútur en nýburar kvenna í sínu upprunalandi. Áhrif „heilbrigða innflytjandans“ hafa sést í rannsóknum, en þó aðeins varðandi ákveðnar útkomubreytur.
  Ályktanir: Þörf er á frekari rannsóknum á áhrifaþáttum óhagstæðari heilsufarsútkomum nýbura kvenna af erlendum uppruna. Mögulega þyrfti að taka tillit til upprunalands móður við mælingar á fósturstærð.

Samþykkt: 
 • 17.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-ABA.pdf774.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma-yfirlýsing.pdf125.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF