is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41284

Titill: 
 • Herminám í heilbrigðisvísindum: Þjálfun heilbrigðisstétta í þverfaglegri teymisvinnu og undirbúningur fyrir bráðar aðstæður. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Simulation in health sciences: Training healthcare professionals in interdisciplinary teamwork and preparation for emergency situations. A systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Herminám er fremur nýleg kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum og hafa vinsældir þess farið vaxandi. Almennt hafa rannsóknir sýnt fram á ávinning kennsluaðferðarinnar á klíníska færni nemenda og heilbrigðisstarfsfólks. Þrátt fyrir mikla aukningu í notkun hermináms í heilbrigðisvísindum er mörgum spurningum enn ósvarað, meðal annars um ávinning hermináms í bráðum aðstæðum sem og í þverfaglegri teymisvinnu.
  Tilgangur: Að varpa ljósi á og samþætta rannsóknarniðurstöður um ávinning hermináms til undir-búnings fyrir bráðar aðstæður með áherslu á endurlífgun. Einnig að kanna ávinning hermináms við þjálfun á þverfaglegri teymisvinnu.
  Aðferð: Kerfisbundin leit heimilda fór fram á tímabilinu desember 2021 til apríl 2022 í gagnasöfnum Pubmed og Scopus. Leitað var að rannsóknargreinum á íslensku og ensku sem gefnar voru út frá árinu 2017 til ársins 2022 og fjölluðu um ávinning hermináms sem kennsluaðferð. Við úrvinnslu á heimildum var stuðst við PRISMA flæðirit.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður leiddu í ljós að herminám er árangursrík kennsluaðferð fyrir undirbúning á bráðum aðstæðum. Herminám hefur jákvæð áhrif á sjálfstraust hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða við endurlífgun. Þá kemur fram að viðbragðstími styttist og kennsluaðferðin bætir hæfni til klínískrar ákvarðanatöku. Þó komu ekki fram skýrar niðurstöður um hvort herminám bætir gæði hjartahnoðs. Ennfremur sýndu rannsóknir að sterk tengsl eru á milli hermináms og þverfaglegrar teymisvinnu. Herminám er gagnlegt til að brúa bilið milli ólíkra fagstétta og koma í veg fyrir misskilning í samskiptum. Kennsluaðferðin hefur jákvæð áhrif á samskiptafærni og hæfni í gagnrýnni hugsun.
  Ályktun: Herminám virðist hafa góð áhrif á færni í bráðum aðstæðum en mikilvægt er að hjúkrunar-fræðingar séu vel undirbúnir fyrir þær. Þá er árangursrík teymisvinna veigamikill þáttur í að stuðla að öryggi sjúklinga. Herminám er talið hafa góð áhrif á samskiptahæfni í þverfaglegri teymisvinnu, þar sem brýnt er að ólíkar fagstéttir vinni vel saman, til að mynda í bráðum aðstæðum. Þörf er á fleiri rannsóknum um ávinning hermináms út frá vinnuferlum í endurlífgun.
  Lykilorð: Herminám, kennsluaðferð, bráðahjúkrun, endurlífgun og teymisvinna.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Simulation is a relatively new teaching method in health sciences and has been growing for recent years in popularity. In general, research has demonstrated the benefits of simulation on students’ clinical skills. Despite the increase in the use of this teaching method, many questions remain unanswered, including the question about advantages of simulation to prepare for emergency situations and for training health professionals in interdisciplinary teamwork. Purpose: To review published research and assess whether measurable results support simulation-based training regarding preparation for emergency situations, with special focus on resuscitation. Also, to explore the advantages of simulation to train health professionals in effective interdisciplinary teamwork.
  Method: A literature search took place between December 2021 and April 2022 in the PubMed and Scopus databases. The search included articles both in Icelandic and English that were published from 2017 to 2022. The analysis of sources was based on the PRISMA flow diagram.
  Results: This systematic review showed that simulation is an effective teaching method to prepare health care professionals for emergency situations. Simulation has a positive effect on the confidence of nurses in resuscitation. Results also show that the response time is shortened, and simulation improves the ability to make clinical decisions. However, no clear results were shown whether simulation improves the quality of chest compression. Furthermore, this systematic review shows that there is a strong link between simulation and interdisciplinary teamwork. Simulation is useful for bridging the gap between different medical professions and in preventing misunderstandings in communications. The teaching method has a positive effect on communication skills and the ability of critical thinking. Conclusion: It is extremely important for nurses and other health care professionals to be well prepared for emergency situations. Simulation-based training seems to have a good effect on skills regarding emergencies. Effective interdisciplinary teamwork is also an important factor in promoting patient safety and simulation is shown to have a positive effect on communication skills and interdisciplinary teamwork. It is important for various medical professions to work successfully as a team, for example in emergency situations. There is a need for more research on the benefits of simulation in chest compression.
  Keywords: Simulation, teaching method, emergency nursing, resuscitation, and teamwork.

Samþykkt: 
 • 17.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.2022.KR.HERMINAM.lokaskil.pdf395.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
280871928_380987310471286_8549592590238208759_n.jpg111.33 kBLokaðurYfirlýsingJPG