is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41286

Titill: 
  • Hætturnar leynast víða: Tíðni og áhættuþættir þrýstingssára á íslenskum gjörgæsludeildum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Þrýstingssár eru algeng meðal sjúklinga á gjörgæsludeildum vegna alvarleika veikinda og meðferðartengdra þátta.
    Markmið: Að kanna tíðni þrýstingssára hjá gjörgæslusjúklingum á Íslandi og bera saman klíníska áhættuþætti fyrir myndun þrýstingssára (öndunarvélameðferð, gjöf blóðþrýstingsstyðjandi– og slævingalyfja, vökustig, alvarleiki veikinda, hreyfing, tegund rúmdýnu, áhættumat á þrýstingssáramyndun) hjá sjúklingum sem dvöldu ≥ sjö daga á gjörgæsludeild (rannsóknarhópur) og  sex daga á gjörgæsludeild (samanburðarhópur). Aðferðir: Rannsóknin var megindleg, afturvirk samanburðarrannsókn með endurteknum tíðnimælingum þriggja rannsóknardaga árin 2018-2019 hjá gjörgæslusjúklingum ≥ 18 ára á Íslandi. Af 46 sjúklingum voru 17 í rannsóknarhópi og 26 í samanburðarhópi (N=43) því upplýsingar vantaði um dvalarlengd þriggja sjúklinga.
    Niðurstöður: Á rannsóknardögunum voru 22/46 gjörgæslusjúklingum (47,8%) með 41 þrýstingssár. Af gjörgæslusjúklingum í rannsóknarhópi voru 10/17 (58,8%) með 28 þrýstingssár samanborið við 13 þrýstingssár hjá 11/26 (42,3%) gjörgæslusjúklingum í samanburðarhópi en munur á fjölda þrýstingssára var ómarktækur (p=0,06) milli hópanna. Samanburður á klínískum áhættuþáttum fyrir myndun þrýstingssára sýndi að marktækt fleiri sjúklingar í rannsóknarhópi voru í öndunarvél (p=0,027) og voru slævðir (p=0,007) fram að rannsóknardegi, höfðu lægra vökustig (svæfðir dýpra) (p=0,05), stigun alvarleika veikinda meiri við innlögn á gjörgæsludeild (p=0,005), voru hreyfðir í gjörgæsludvöl (p=0,007), lágu á loftdýnu (p=0,001) og voru metnir í meiri áhættu á þrýstingssáramyndun (p=0,042) borið saman við samanburðarhóp. Ályktun: Þrýstingssár eru algeng á íslenskum gjörgæsludeildum. Mikilvægt er að huga að fyrirbyggjanlegum, klínískum áhættuþáttum fyrir myndun þrýstingssára gjörgæslusjúklinga. Fyrirbygging þrýstingssára er mikilvæg til að draga úr þjáningu sjúklinga, fyrirbyggja langvinn veikindi og lengri sjúkrahúsdvöl.
    Lykilorð: Þrýstingssár, áhættuþættir, lengd gjörgæsludvalar, gjörgæsludeildir, hjúkrun.

Samþykkt: 
  • 17.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni. Hætturnar leynast víða. Tíðni og áhættuþættir þrýstingssára á íslenskum gjörgæsludeildum. María Kristjánsdóttir. Júní 2022..pdf3.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf13.49 MBLokaðurYfirlýsingPDF