Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41290
Á heimsvísu fá 1 af hverjum 4 fullorðnum einstaklingum heilaslag á lífsleiðinni. Þeir sem lifa af glíma oft við færniskerðingu og þurfa að aðlagast breytingum á eigin líkama. Vegna líkamlegra og sálfélagslegra afleiðinga heilaslags verða oft umtalsverðar breytingar á daglegu lífi og líðan. Endurhæfing einstaklinga eftir heilaslag virðist fyrst og fremst einblína á að bæta líkamlega færni en athyglinni er sjaldnar beint að því að hjálpa einstaklingum að aðlagast breyttri líkamsímynd, þ.e.a.s. skynjun, viðhorfi og skoðunum sem viðkomandi hefur af/um/til eigin líkama.
Tilgangur: Að samþætta niðurstöður eigindlegra rannsókna til að gera grein fyrir áhrifum heilaslags á líkamsímynd einstaklinga í endurhæfingarfasa og/eða eftir útskrift. Von okkar er að verkefnið muni dýpka skilning heilbrigðisstarfsfólks á viðfangsefninu og leggja grunn að þróun fræðsluefnis fyrir einstaklinga eftir heilaslag, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk.
Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt eigindlegra rannsókna. Notast var við PRISMA flæðirit til að setja upp heimildaleit og niðurstöður á kerfisbundinn hátt. Leit: Kerfisbundin heimildaleit var framkvæmd með inntöku- og útilokunarskilyrðum og fór fram á gagnagrunnunum PubMed og Web of Science en einnig með afturvirkri snjóboltaaðferð. Leitin var takmörkuð við árin 2000 til 2022. Skimun: Titlar, útdrættir og heildartextar voru skimaðir eftir inntökuskilyrðum. Haft var samband við einn höfund til að afla upplýsinga sem vantaði. Greining: Niðurstöður voru samþættar og settar upp í þrjár töflur og myndir til að fá skýra sýn á viðfangsefnið.
Niðurstöður: Samtals uppfylltu 12 eigindlegar rannsóknir inntökuskilyrði. Þátttakendur voru samtals 168 og aðstandendur samtals 24. Hærra hlutfall þátttakenda voru konur (57%, n = 64) en karlar (43%, n = 48), þar sem tvær rannsóknir náðu einungis til kvenna. Niðurstöður sýndu að breyting á líkamsímynd í kjölfar heilaslags hafði neikvæð áhrif á félagslega þátttöku, andlega líðan, sjálfsmynd og framtíðarsýn þátttakenda en jafnframt höfðu þátttakendur neikvætt viðhorf til lamaðs líkamshluta. Niðurstöður bentu jafnframt á uppbyggilega þætti sem efla jákvæða líkamsímynd, áskoranir og tengda þætti.
Ályktun: Breyting á líkamsímynd hafði hamlandi áhrif á félagslega þátttöku, andlega líðan, sjálfsmynd og framtíðarsýn þátttakenda. Niðurstöður varpa ljósi á að áhrifum heilaslags á líkamsímynd er ekki gefin nægilega mikill gaumur. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að koma auga á vandamálið, opna á umræðuna og aðstoða einstaklinga við að takast á við breytta líkamsímynd. Nauðsynlegt er að þróa skýra verkferla, leiðbeiningar og fræðsluefni sem getur stutt hjúkrunarfræðinga í upplýsingagjöf og meðferð einstaklinga sem upplifa breytingar á líkamsímynd eftir heilaslag.
Lykilorð: Heilaslag, líkamsímynd, sjálfsmynd, hinn lifaði líkami.
1 in 4 adults are inflicted by stroke worldwide during their lifetime. After surviving a stroke, people often struggle with disabilities and need to adjust due to changes in their bodily capabilities. Due to stroke‘s physical and psychosocial consequences, there are often significant changes in the usual cadence of daily life and well-being. Rehabilitation after a stroke predominantly focuses on improving physical capability. However, there is much less focus on helping people with stroke adapt to changes in body image, i.e., perceptions, attitudes, and beliefs that they have of/about/towards their own body.
Objectives: To integrate the results of qualitative studies to account for the effects of a stroke on body image in the rehabilitation phase or after discharge. Our hope is to deepen health professionals‘ understanding of this subject and to use the findings to develop educational material for individuals following a stroke, their relatives, and healthcare professionals.
Method: A literature review of qualitative studies was conducted. PRISMA flowchart was used to present the search strategy and highlight the results in a systematic way. Search: A systematic search strategy was performed using inclusion and exclusion criteria. The search was conducted on PubMed and Web of Science databases and by using a backwards snowballing method. The search was limited from the year 2000 to 2022. Screening: Hits, abstracts, and studies that met the inclusion criteria were screened. One author was contacted to obtain missing information. Analysis: The results were integrated and categorized into three tables and a figure to get a clear view of the subject.
Results: In total, 12 qualitative studies met the inclusion criteria. There were a total of 168 participants and a total of 24 relatives. A higher proportion of participants were women (57%, n = 64) than men (43%, n = 48). The results revealed that a changed body following a stroke had negative effects on social participation, mental health, identity, and participants‘ views on their future. At the same time participants had a negative attitude towards paralyzed limbs. The results also indicated positive factors that promote positive body image, challenges, and related factors.
Conclusion: The results revealed that a changed body following a stroke had adverse effects on social participation, mental health, identity, and participants‘ views on their future. The results highlight that not enough attention is given to the effects a stroke can have on body image. Nurses are in a pivotal position to identify the problem, open up the discussion, and help individuals to deal with a changed body image. It is necessary to develop clear procedures, guidelines, and educational material that can support nurses in providing information and treating individuals who experience changes in body image after a stroke.
Keywords: Stroke, body-image, self-concept, embodiment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS líkamsímynd heilaslag SKEMMAN.pdf | 2.66 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð.pdf | 354.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |