en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41292

Title: 
 • Title is in Icelandic Lífsgæði eftir höfuðáverka: fræðileg samantekt
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ætla má að tíðni höfuðáverka á Íslandi sé um 2000 tilvik á ári og allt að 15% þeirra hafi einkenni sem standa lengur en mánuð. Erfitt getur reynst að meta tíðni vægra og miðlungs höfuðáverka þar sem sumir leita sér ekki aðstoðar eftir að hafa hlotið höfuðáverka. Framvinda vægra og miðlungs höfuðáverka eru afar breytileg en stór hluti jafnar sig á fyrstu þremur mánuðum eftir áverkann. Samt sem áður eru einstaklingar í samfélaginu sem lifa við lakari heilsutengd lífsgæði eftir áverkann. Við greiningu á heilsutengdum lífsgæðum þarf að greina á milli hlutlægs heilsufarsástands einstaklingsins og huglægrar upplifunar viðkomandi af heilsu sinni. Mikil einkenni snemma eftir höfuðáverka gefur ákveðið forspárgildi um langtíma afleiðingar og því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um afleiðingar höfuðáverka og hve mikil áhrif áverkinn getur haft á lífsgæði og heilsutengd lífsgæði einstaklingsins.
  Tilgangur: Megin tilgangur og markmið þessarar kerfisbundnu fræðilegu samantektar er að skoða áhrif vægra og miðlungs höfuðáverka á lífsgæði og heilsutengd lífsgæði þeirra sem hljóta þá þremur til tólf mánuðum eftir áverka. Leitast var eftir að svara rannsóknarspurningunni: „Hvaða afleiðingar hafa vægir og miðlungs höfuðáverkar á lífsgæði og/eða heilsutengd lífsgæði fullorðinna einstaklinga?“.
  Aðferð: Leitað var að rannsóknum með kerfisbundinni leit í gagnagrunni Web of Science. Notast var við ákveðin leitarorð og inntöku- og útilokunarskilyrði til þess að finna viðeigandi rannsóknargreinar til að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar. Notað var PRISMA flæðirit til að lýsa heimildaleit. Samtals tíu rannsóknir stóðust inntökuskilyrði og voru notaðar í þessari fræðilegu samantekt.
  Niðurstöður: Lífsgæði og/eða heilsutengd lífsgæði einstaklinga sem hljóta væga eða miðlungs höfuðáverka virðast lakari þremur til tólf mánuðum eftir áverka. Þættir eins og aldur, kyn og einkennabyrði geta haft áhrif á lífsgæði þessara einstaklinga. Leiddu niðurstöður níu rannsókna í ljós að vægir og miðlungs höfuðáverkar valda lakari lífsgæðum þremur til tólf mánuðum eftir áverka. Ein rannsókn sýndi ekki fram á marktækan mun á lífsgæðum fyrir áverka og þremur til tólf mánuðum eftir vægan höfuðáverka.
  Ályktun: Halda ætti vel um þá einstaklinga sem hljóta væga eða miðlungs höfuðáverka þar sem einkenni og afleiðingar þeirra eru oft á tíðum falin og er því oft talað um höfuðáverka sem hinn þögla faraldur. Gagnlegt væri að veita þessum einstaklingum greiðan aðgang að heildstæðri þjónustu sem sinnt er af læknum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, félagsráðgjöfum og sálfræðingum. Höfundar telja að rannsaka þyrfti langtíma afleiðingar höfuðáverka þegar lengra er liðið frá áverka, til dæmis fimm eða tíu árum frá verka. Höfundar myndu vilja sjá fleiri rannsóknir um einstaklinga sem hafa hlotið miðlungs höfuðáverka og lífsgæði þeirra en það reyndist erfitt að finna gagnlegar rannsóknir um þann hóp.
  Lykilorð: Vægur höfuðáverki, miðlungs höfuðáverki, lífsgæði, heilsutengd lífsgæði, útkoma, fullorðinn

 • It can be estimated that the annual incidence rate of traumatic brain injuries in Iceland is around 2000 cases. It can be difficult to estimate the frequency of mild to moderate traumatic brain injuries as some people do not seek help after suffering a head injury. The progression of mild and moderate head injuries varies greatly but a large proportion recovers in the first three months after the injury. However, there are individuals in society who live with worse health-related quality of life after the injury. When analysing health-related quality of life, a distinction must be made between the individual’s objective state of health and the subjective experience of his or her health. Severe symptoms after a head injury have a certain predictive value for long-term consequences. Therefore, it is important that healthcare professionals are aware of the consequences of a head injury and how much it can affect a person’s quality of life and health-related quality of life.
  Objective: The main purpose of this systematic review is to assess the relationship between mild or moderate traumatic brain injuries and quality of life and/or health-related quality of life three to twelve months after the injury. An attempt was made to answer the research question: “What are the consequences of mild and/or moderate traumatic brain injuries on the quality of life and/or health-related quality of life for adults?”
  Method: Source search was carried out in the database of Web of Science. The authors used predefined keywords, along with admission and exclusion criteria in the content search to find research articles that were used to answer the research question. The PRISMA flow chart was used to further describe the source search. A total of ten articles met the admission requirements.
  Results: Quality of life and/or health related quality of life of individuals with mild or moderate traumatic brain injury seem to be poorer three to twelve months after the injury. Factors such as age, gender and symptom burden can affect the quality of life of these individuals. Nine of the research articles found that mild and moderate traumatic brain injury result in poorer quality of life three to twelve months after injury. One research did not show significant difference in quality of life prior to mild traumatic brain injury and three to twelve months after injury.
  Conclusion: The individuals that suffer from mild or moderate traumatic brain injury often have symptoms and consequences that are not visible to others and that is why traumatic brain injury is often described as the silent epidemic. It would be useful to these individuals to have easy access to outpatient services provided by doctors, nurses, occupational therapists, physiotherapists, social workers and psychologists. The authors believe that research of this same subject should be done when a longer period of time has passed since injury, e.g. five or ten years from injury. Authors would like to see more research of individuals who have sustained moderate traumatic brain injury and their quality of life since it was hard to find research on that subject.

  Keywords: Mild traumatic brain injury, moderate traumatic brain injury, quality of life, health-related quality of life, outcome, adult

Accepted: 
 • May 18, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41292


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lífsgæði eftir höfuðáverka- fræðileg samantekt.pdf519.03 kBOpenComplete TextPDFView/Open
IMG_9093.pdf2.72 MBLockedDeclaration of AccessPDF