Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41293
Þekking á þrálátum einkennum eftir kórónuveirusýkingu er í stöðugri þróun. Í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur þekking á einkennum úr bráðafasa COVID-19 sjúkdómsins aukist og liggja fyrir vísbendingar um að áhrif sjúkdómsins yfir lengri tíma séu margvísleg. Rannsóknir á langtímaáhrifum sjúkdómanna SARS og MERS, sem einnig eru af völdum kórónuveira, gætu gefið innsýn í hugsanlegar afleiðingar COVID-19 sjúkdómsins.
Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var tvíþættur. Annars vegar að gera fræðilega samantekt á rannsóknum sem skoðuðu tilvist og tíðni þrálátra einkenna í kjölfar SARS-CoV, SARS-CoV-2 og MERS-CoV sýkinga. Hins vegar að lýsa einkennum hjá einstaklingum sem fengu COVID-19 á Íslandi ríflega þremur mánuðum frá greiningu í annarri og þriðju bylgju faraldursins hérlendis.
Aðferð: Fræðilega samantektin var unnin upp úr 35 rannsóknargreinum sem lögðu mat á einkenni og líðan einstaklinga þegar lengur en fjórar vikur voru liðnar frá kórónuveirusmiti. Rannsóknirnar á COVID-19, SARS og MERS sjúkdómunum voru gefnar út á árunum 2002 til 2022. Leitin var framkvæmd í gagnagrunni PubMed frá 26.-30. janúar 2022. Rannsóknin „Einkenni og líðan eftir COVID-19 smit á Íslandi“ var megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn. Í þessu verkefni var unnið með lýsandi gögn úr þeim hluta spurningalistans sem lagði mat á tilvist, tíðni og styrk þrálátra einkenna í kjölfar COVID-19.
Niðurstöður: Samkvæmt samantektinni fann meirihluti þátttakenda fyrir einu eða fleiri einkennum ríflega fjórum vikum frá kórónuveirusýkingu. Algengast var að þátttakendur finndu fyrir þreytu. Þegar einkenni voru skoðuð út frá líffærakerfum voru mæði og hósti algengustu einkennin frá öndunarfærakerfi en höfuðverkur og breyting á bragð- og lyktarskyni voru algengustu líkamlegu einkennin frá heila- og taugakerfi. Líkamleg einkenni voru meira áberandi í upphafi sýkingar en geðræn einkenni þegar lengra leið frá bráðafasa sýkingarinnar.
Í rannsókn á langvinnum einkennum í kjölfar COVID-19 voru greind svör frá 981 þátttakanda, þar af voru 54,4% konur og meðalaldurinn var 48,5 ár (sf:16). Meirihluti þátttakenda (88%) fann fyrir einu eða fleiri einkennum þegar meira en þrír mánuðir voru liðnir frá upphafi sýkingar. Þreyta (67%) var algengasta einkennið sem greint var frá, þar á eftir komu svefntruflanir (46%), þokukennd eða óskýr hugsun (46%) og höfuðverkur (46%). Þá greindu 17% þátttakenda frá mikilli þreytu.
Ályktanir: Niðurstöður þessarar fræðilegu samantektar og lýsandi rannsóknar sýna fram á að þrálát einkenni eftir kórónuveirusýkingar eru algeng, einkum þreyta, svefntruflanir, höfuðverkur og mæði. Þrálát einkenni geta verið bæði af líkamlegum og andlegum toga. Frekari rannsókna á einkennum í kjölfar kórónuveirusýkinga er þörf, einkum varðandi þá þætti sem spá fyrir um alvarleg, langvinn veikindi. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar þekki til þrálátra einkenna einstaklinga í kjölfar kórónuveirusýkinga til þess að þeir geti stuðlað að heilbrigði og auknum lífsgæðum þeirra.
Lykilorð: Kórónuveirusýking, þrálát einkenni, COVID-19, SARS, MERS
General knowledge of persistent symptoms following coronavirus infection is continuously progressing. Following the COVID-19 epidemic knowledge of the symptoms of the acute phase of COVID-19 has increased and there are indications that the long-term effects of the disease are diverse. Studies on the long-term effects of SARS and MERS, which are also coronavirus diseases, could provide insight into the potential consequences of COVID-19 disease.
Purpose: The purpose of the study is thesis was twofold. On the one hand it was to make a literature review of the studies that examined the presence and frequency of persistent symptoms following SARS-CoV, SARS-CoV-2, and MERS-CoV infections. On the other hand, it was to describe the symptoms in individuals who got infected with COVID-19 in Iceland more than three months after diagnosis in the country’s second and third waves of the epidemic.
Method: The literature review was compiled from 35 research articles that assessed the symptoms and well-being of individuals when more than four weeks have elapsed since the coronavirus infection. The research on COVID-19, SARS, and MERS diseases was published between 2002 and 2022. A systematic search was carried out in PubMed database from January 26-30, 2022. The Icelandic study „Einkenni og líðan eftir COVID-19 smit á Íslandi“ (Symptoms and state of health after COVID-19 in Iceland) was a quantitative, descriptive cross-sectional study. This thesis used descriptive data from a section of the questionnaire that assessed the presence, frequency and severity of persistent symptoms following COVID-19.
Results: According to the review most participants experienced at least one symptom when more than four weeks passed since the coronavirus infection. Participants most often reported fatigue. When symptoms were examined after organ systems, shortness of breath and cough were the most common symptoms from the respiratory system, but headache and changes in taste and smell were the most common physical symptoms from the nervous system. Physical symptoms were more pronounced at the onset of infection and psychiatric symptoms later in the acute phase of the infection.
In the Icelandic study of persistent symptoms following COVID-19, responses from 981 participants were analysed, of which 54.4% were women and the mean age was 48.5 years (sd:16). The majority of participants (88%) experienced one or more symptoms when longer than three months had passed after the onset of infection. Fatigue (67%) was the most reported symptom, followed by sleep disturbances (46%), blurred thoughts (46%), and headache (46%). Severe fatigue was present in 17% of participants.
Conclusion: The results of this literature review and descriptive study show that persistent symptoms following coronavirus infection are common, especially fatigue, sleep disturbances, headache, and shortness of breath. Persistent symptoms can be both physical and mental. Further research into the persistent symptoms after coronavirus infection is needed, in particular, what factors predict a serious, chronic illness. Nurses need to be aware of the persistent symptoms of individuals following coronavirus infection so that they can contribute to patient’s better health and quality of life.
Keywords: Coronavirus infection, persistent symptoms, COVID-19, SARS, MERS
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þrálát einkenni eftir kórónuveirusýkingu KIA og VSM.pdf | 1,47 MB | Lokaður til...01.05.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing-KIAogVSM.pdf | 730,37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |