is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41299

Titill: 
 • Óviljandi hitatap á aðgerðartímabili - Tíðni og árangur hitameðferða: Kerfisbundin fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Óviljandi hitatap á aðgerðartímabili er þekktur fylgikvilli svæfingar og skurðaðgerða. Óviljandi hitatap getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinginn, seinkað bataferli og er kostnaðarsamt fyrir heilbrigðiskerfið. Að mæla líkamshita sjúklinga á öllu aðgerðartímabilinu er því lykilatriði til að meta þörf sjúklings fyrir hitameðferð. Mikilvægt er að þekkja þær hitameðferðir sem í boði eru hverju sinni og hvernig best er að nota þær til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á óviljandi hitatapi. Í þessari kerfisbundnu fræðilegu samantekt voru teknar fyrir þrjár hitameðferðir, það eru hitateppi, hitablástur og heitir vökvar í æð.
  Markmið: Að skoða tíðni og ástæður fyrir óviljandi hitatapi á aðgerðartímabili hjá sjúklingum 18 ára og eldri. Einnig var fjallað um þrjár hitameðferðir og árangur þeirra á aðgerðartímabili borinn saman.
  Aðferðir: Heimildaleit fór fram frá janúar til mars árið 2022. Verkefnið er kerfisbundin fræðileg samantekt þar sem rannsókna var leitað í gagnagrunnum PubMed og Scopus. Samtals voru 12 rannsóknir notaðar, þar af ein rannsókn fundin úr heimildalista annarra rannsókna. PRISMA flæðirit var notað til að greina heimildirnar.
  Niðurstöður: Mikilvægt er að greina áhættuþætti fyrir skurðaðgerð til þess að réttur undirbúningur sé framkvæmdur og svo hægt sé að fyrirbyggja óviljandi hitatap. Hitameðferðir geta dregið úr líkum á óviljandi hitatapi og var árangursríkast að nota hitablástursmeðferð. Einnig var mjög árangursríkt að nota tvær eða fleiri hitameðferðir saman, þá helst virka- og óvirka hitameðferð.
  Ályktun: Frekari rannsóknir á viðfangsefninu eru nauðsynlegar í ljósi þess að það virðist vera hægt að koma í veg fyrir mörg tilfelli óviljandi hitataps. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í hitameðferð sjúklinga og þurfa því að þekkja nýjustu ráðleggingar um meðferðarúrræði. Deila má um siðferðislegt gildi rannsóknanna þar sem samanburðarhópurinn fær lakari meðferð en íhlutunarhópurinn en þetta gæti verið takmarkandi þáttur rannsókna.
  Lykilorð: Óviljandi hitatap, skurðaðgerð, svæfing, hitameðferðir.

 • Útdráttur er á ensku

  Inadvertent heat loss in the perioperative period is a common consequence of surgery and anesthesia. This can result in serious complications in patients, delaying the convalesces process as well as being costly to the healthcare system. It is also important to be informed of the nesseccary warming methods available and how to use them in preventing or reducing the risk of inadvertent heat loss. A key factor in assessing a patients needs for administering a warming method is measuring their body temperature throughout the perioperative period. In this systematic literature review the following warming methods were analyzed, warming blankets, forced air warming and warmed intravenous fluids.
  Objective: To examine the reasons and prevalence of inadvertent heat loss during the perioperative period for patients 18 years and older. Three warming methods were conferred and their perioperative results compared.
  Methods: Systematic literature review. Sources were obtained from the PubMed and Scopus database which took place from January until March 2022. A total of 12 studies were used, of which one study was cited from a list of sources from another study. A PRISMA flowchart was used to analyze the research criteria for this systematic literature review.
  Results: Identifying risk factors of surgery to prevent inadvertent heat loss was found to be an important aspect of preparation through the use of warming methods. Those methods can reduce the risk of inadvertent heat loss. The most effective use was forced-air warming, it was also more effective to use two or more warming methods combined.
  Conclusion: Additional research on the subject is needed as studies have shown that many cases are avoidable. Nurses play an important role in the treatment of these patients and therefore it is essential to be aware of the most recent guidelines. The ethical value of the research can be disputed. It was observed that the control group received inadequate treatment compared to the intervention group, this could be a limiting aspect of the research.
  Keywords: Inadvertent heat loss, surgery, anesthesia, warming methods.

Samþykkt: 
 • 18.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óviljandi hitatap á aðgerðartímabili - Agnes Gunnarsdóttir og Snjólaug Benediktsdóttir.pdf473.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf486.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF