is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/413

Titill: 
  • Hestaíþróttir í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur framboð valgreina í grunnskólum aukist. Samatíms því hefur mikil framför átt sér stað í hestaíþróttum sem er að verða ein fjölmennasta íþróttagrein landsmanna. Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvort mögulegt sé að bjóða hestaíþróttir sem val á efsta stigi grunnskóla, með tilliti til markmiða Aðalnámskrár grunnskóla og grunnskólaga. Í upphafi ritgerðarinnar verða reglur um valgreinar í grunnskólum skoðaðar. Fjallað verður lítillega um einstaklingsmiðað nám, en á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar hvað varðar námsleiðir, námsgetu, kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum. Greint verður frá hvernig og hvar kennsla í hestamennsku fer fram. Kennsluefni og námsumhverfi kynnt og þróunarsaga íslenskra reiðskóla lauslega rakin.
    Maðurinn fer mismunandi leiðir til að þroskast. Samspil manns og hests er krefjandi ferli bæði fyrir sál og líkama. Til eru kenningar um að maðurinn búi yfir a.m.k. átta eða níu greindum. Vinna við tamningu og þjálfun hesta felur í sér aukna möguleika til eflingar þeirra greinda eða eiginleika sem maðurinn býr yfir. Ýmsir þættir sem tengjast samspili manns og hests verða útskýrðir í seinni hluta ritgerðarinnar. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að tengja hestaíþróttir við aðrar námsgreinar.
    Í lokin eru nokkrar hugmyndir að framkvæmd valgreinarinnar hestaíþróttir skoðaðar.

Samþykkt: 
  • 16.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf382.64 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna