Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4130
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er sú lýðræðiskrafa sem kemur fram í Aðalnámsskrá og hvernig kennarar geta tekist á við hana. Stuðst er við kenningar Deweys um lýðræði og menntun og þær notaðar sem mælistika á aðstæður hér á landi. Nánar er litið á aðalnámsskrá og skoðað hvernig hún nýtist sem leiðarvísir um hvernig á að mæta þessari lýðræðiskröfu. Fjallað er um hvað þarf að gera til að nálgast markmiðin um að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þar er meðal annars bent á að besta leiðin til þess sé að kennslustofan líki sem mest eftir samfélagi, þar sem nemendur fái að hafa meira um nám sitt og aðstæður að segja. Þetta felur í sér að kennarar þurfa að gefa nemendum meiri rými til að þróa lýðræðislega einstaklingseðli sitt. Kennarinn þarf að hverfa frá kennsluaðferðum sem byggjast á því að hann stjórni öllu, því slíkt sé frekar undirbúningur undir einræði. Kennarinn þarf því að treysta nemendum meira og leyfa þeim að koma sínum hugmyndum á framfæri. Talsverð áhersla er lögð á að bæta þurfi kennslu í gagnrýnni hugsun þar sem hún er undirstaða lýðræðislegrar umræðu. Barnaheimspeki er góð leið til að ná því markmiði, en þá þarf hún helst að vera í samvinnu við kennara annarra faga. Bent er á að til að þróun lýðræðis í kennslustofunni gangi hraðar þá þurfi kennaraháskólinn að leggja meiri áherslu á þessa þætti í námi kennara, því hafi þeir ekki vel mótaðar hugmyndir um lýðræði eða gagnrýna hugsun þá er ekki hægt að ætlast til að þeir geti komið því til leiðar í kennslustofunni.
Lykilorð: Barnaheimspeki, umbætur, hlutverk grunnskólanna, lýðræðislegt einstaklingseðli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 244.76 kB | Lokaður | Heildartexti |