Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41300
Bakgrunnur: Tónlistarmeðferð er gjarnan notuð sem viðbótarmeðferð í hjúkrun í margskonar tilgangi bæði fyrir börn og fullorðna. Börn og ungmenni með krabbamein eyða mörgum stundum inn á sjúkrastofnun og löng sjúkrahúslega getur haft í för með sér andlega vanlíðan. Tónlistarmeðferð hefur verið notuð fyrir sjúklinga til að bæta líðan þeirra.
Tilgangur: Að skoða rannsóknir um tónlistarmeðferð sem viðbótarmeðferð hjá börnum og ungmennum með krabbamein og samþætta niðurstöður nýlegra rannsókna um tónlistarmeðferð hjᬠkrabbameinsveikum börnum og ungmennum. Rannsóknarspurningin er: Getur tónlistarmeðferð haft áhrif á andlega líðan krabbameinsveikra barna og ungmenna? Leitað er að nýlegum rannsóknum um efnið og niðurstöður þeirra samþættar.
Aðferð: Kerfisbundin heimildaleit var gerð út frá þremur gagnagrunnum, PubMed, Scopus og Web of Science. Einungis voru greinar sem voru eigindlegar og megindlegar frumrannsóknir settar í samantektina. Aðeins voru valdar rannsóknir sem stóðust viðmið. Við greiningu heimilda var notast við PRISMA flæðirit.
Niðurstöður: Níu rannsóknir stóðust inntökuskilyrði. Rannsóknirnar voru bæði megindlegar (n=7) og eigindlegar (n=2). Niðurstöður rannsóknanna voru flokkaðar í þemu eftir hvort þær fjölluðu um andlega líðan, upplifun sjúklinga og umönnunaraðila, lífsgæði sjúklinga og lífeðlisfræðilegar breytingar. Allar níu rannsóknirnar sýndu að tónlistarmeðferðin hafði marktæk jákvæð áhrif á sálræn einkenni krabbameinsveikra barna og ungmenna. Tónlistarmeðferð getur líka haft áhrif á umönnunaraðila og skapað dýrmætar stundir og minningar hjá fjölskyldunni.
Ályktun: Tónlistarmeðferð getur dregið úr andlegri vanlíðan barna og ungmenna með krabbamein. Tónlistarmeðferð gæti hentað vel sem viðbótarmeðferð í krefjandi aðstæðum sem börn og ungmenni þurfa oft að kljást við. Kynna mætti tónlistarmeðferð sem viðbótarmeðferð fyrir hjúkrunarfræðingum til að nota hjá þeim sem glíma við langvinn veikindi.
Lykilorð: Tónlistarmeðferð, Börn með krabbamein, Viðbótarmeðferðir, Andleg líðan barna með krabbamein, Hjúkrun
Background: Music therapy is often used as a complementary and alternative medicine during treatment for all kinds of purposes both for children and adults. Children and teenagers with cancer will spend countless hours in the hospital and those long hours can affect the patient's mental well-being. Music therapy has been used for patients to help with their mental health during treatment.
Purpose: To review research about music therapy as complementary and alternative medicine for children and teenagers with cancer and integrate results from newer research about music therapy for children and teenagers with cancer. The research question is: Can music therapy affect the mental well-being of children and teenagers diagnosed with cancer? This study searches for
newer researches about the subject and the results are then integrated.
Method: Systematic literature was made from three databases, PubMed, Scopus, and Web of Science. Only articles that were qualitative and quantitative preliminary research were put into the compilation. Only articles that passed the criteria were chosen. When analyzing the data, we used the PRISMA flowchart.
Results: Nine researchers passed the admission requirements. The researches were both quantitative (n=7) and qualitative (n=2). The results were categorized into themes depending on the research topic. The topics were mental well-being, patients' and carers' experience, and patient's quality of life and physiological changes. All nine of the researches showed that music therapy had significant positive effects on the psychological symptoms of children and teenagers affected by cancer. Music therapy can also affect the carer and create precious moments and memories for the family.
Conclusion: Music therapy can minimize the effect cancer can have on the mental well-being of children and teenagers. Music therapy can work well as a complementary and alternative treatment during challenging times that children and teenagers often have to face. Therefore, it can be practical to introduce nurses to music therapy as a complementary and alternative medicine to use for patients that are dealing with chronic illness.
Keywords: Music therapy, Children with cancer, Complementary and Alternative Medicine, Mental well-being of children with cancer, Nursing
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 135,6 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna | |
Áhrif tónlistarmeðferðar á börn og ungmenni með krabbamein.pdf | 558,11 kB | Lokaður | Heildartexti |