Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41301
Ógleði og uppköst aðgerðarsjúklinga er algengur fylgikvilli eftir svæfingu. Ásamt því að valda óþægindum fyrir sjúklinga getur kvillinn haft alvarlegar afleiðingar. Almennt tíðkast að gefa ógleðistillandi lyf fyrirbyggjandi fyrir eða í aðgerð og sem einkennameðferð eftir aðgerð. Vegna algengi ógleði og uppkasta hjá aðgerðarsjúklingum og aukaverkana ógleðistillandi lyfja er nauðsynlegt að kanna áhrif annarra meðferða. Aðrar viðbótarmeðferðir geta verið til að mynda nálastungur, ilmmeðferðir, þrýstipunkta- og tónlistarmeðferðir.
Tilgangur: Tilgangur þessarar kerfisbundnu fræðilegu samantektar var að skoða hvort ilmmeðferðir hafi áhrif á og dragi úr PONV (e. postoperative nausea and vomiting) samanborið við lyfleysu eða hefð-bundna meðferð með ógleðistillandi lyfjum.
Aðferð: Leitað var að ritrýndum rannsóknum í gagnagrunnunum PubMed, Scopus, Web of Science og Google Scholar þar sem notuð voru ákveðin leitarorð. Alls fundust 548 greinar og rannsóknir með leitarorðunum sem notuð voru en ákveðin inntöku- og útilokunarskilyrði voru sett. Tíu rannsóknir sem birtust frá árunum 2018–2022 og könnuðu áhrif ilmmeðferðar við PONV hjá fullorðnum einstaklingum voru notaðar í þessa kerfisbundnu fræðilegu samantekt. PRISMA flæðirit var notað til þess að lýsa heimildaleit nánar.
Niðurstöður: Ýmsar ilmolíur voru skoðaðar í þeim rannsóknum sem notaðar voru í þessari kerfisbundnu fræðilegu samantekt, til að mynda piparmyntu-, engifer-, lavender- og ljómasalvíuolíur ásamt ísóprópýl-alkóhóli. Allar tíu rannsóknirnar sem notaðar voru leiddu í ljós að ilmmeðferð við ógleði og uppköstum aðgerðarsjúklinga eftir svæfingu reyndist vera áhrifarík viðbótarmeðferð. Átta af tíu rannsóknum sýndu marktækan árangur á notkun ilmmeðferðar við PONV.
Ályktun: Vísbendingar eru fyrir því að ilmmeðferð gæti dregið úr tíðni, lengd og styrkleika ógleði og uppkasta hjá aðgerðarsjúklingum eftir svæfingu. Þörf er á frekari rannsóknum um efnið þar sem notast er við stærri úrtök. Gagnlegt yrði að framkvæma rannsóknir á viðfangsefninu hér á landi og þróa í kjölfarið klínískar leiðbeiningar eða verklagsreglur út frá niðurstöðum þeirra.
Lykilorð: Ilmmeðferð, PONV, svæfing, skurðaðgerð
Postoperative nausea and vomiting after anesthesia are common complications. In addition to causing patients discomfort, the condition can have serious consequences. Nowadays, anti-emetics are used as prophylaxis before or during surgery and as a rescue therapy after surgery. Due to the prevalence of nausea and vomiting among surgical patients and the side effects of antiemetics, it is important to explore other treatments. Adjunct treatments include acupuncture, aromatherapy, acu-pressure and music therapy.
Objective: The purpose of this systematic literature review was to examine the effect of aromatherapy on PONV (postoperative nausea and vomiting) compared to placebo or standard care with antiemetics.
Method: A search of PubMed, Scopus, Web of Science and Google Scholar of peer-reviewed studies yielded a total of 548 articles and research found with the use of pre-determined keywords. Certain inclusion and exclusion criteria were used in the search. As a result, ten studies that were pupblished in the years 2018–2022 and examined the effects of aromatherapy for PONV in adults were used. The PRISMA flow diagram was used to analyze the articles.
Results: Various essential oils were examined in the studies used in this systematic literature review such as peppermint, ginger, lavender and clary sage oils as well as isopropyl alcohol. All ten studies used showed that aromatherapy is an effective adjunct treatment for PONV. Eight out of ten studies found that aromatherapy significantly decreased PONV.
Conclusion: There is evidence that aromatherapy may reduce the frequency, duration and severity of nausea and vomiting in surgical patients after anesthesia. It would be useful to conduct research in Iceland on this subject and subsequently develop clinical guidelines based on the results.
Keywords: Aromatherapy, PONV, anesthesia, surgery
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-skemman-pdf.pdf | 576.7 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing-pfd.pdf | 867.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |