Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41302
Á ári hverju eru framkvæmdar milljónir skurðaðgerða og verkir eru óhjákvæmilegur fylgikvilli þeirra. Sjúklingar þurfa að sinna sjálfsumönnun eftir skurðaðgerð og þeir hafa því fræðsluþarfir varðandi hvað slík umönnun felur í sér. Verkir eru persónuleg upplifun og verkjameðferð eftir skurðaðgerð byggir á samsettri verkjameðferð sem getur falið í sér bæði lyfjagjöf og aðrar aðferðir en lyf.
Tilgangurinn með þessari samantekt var að skoða áhrif valinna aðferða, annara en lyfja, á verki og gera drög að fræðsluefni fyrir sjúklinga. Markmiðið var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Eru nudd, slökun, tónlist og kælimeðferð árangursríkar aðferðir til að draga úr verkjum eftir skurðaðgerð?
Notast var við kerfisbundna heimildaleit að rannsóknargreinum í gagnabönkunum PubMed, Web of Science og Scopus. Inntökuskilyrðin sem sett voru fyrir leitinni voru greinar yngri en tíu ára, á íslensku eða ensku, um fullorðna einstaklinga (18 ára og eldri) sem gengist hafa undir skurðaðgerð. Fyrirfram voru þessar fjórar aðferðir valdar: slökun, tónlist, nudd og kælimeðferð. Gerð var sér leit að rannsóknum um hverja aðferð fyrir sig. Notast var við PRISMA flæðiritið til að lýsa heimildarleitarferlinu.
Níu rannsóknir stóðust inntökuskilyrðin. Niðurstöður rannsókna gáfu til kynna að slökun, tónlist, nudd og kælimeðferð væru árangursríkar aðferðir til að draga úr styrk verkja, draga úr notkun sterkra verkjalyfja, þær höfðu jákvæð áhrif á andlega líðan og sjúklingar töldu ávinning af notkun þessara aðferða. Í kjölfarið voru útbúin drög að skriflegu fræðsluefni handa sjúklingum um slökun, tónlist, kælimeðferð og nudd. Stuðst var við PEMAT matstækið við gerð fræðsluefnisins.
Ljóst er að þessar völdu aðferðir geta reynst árangursríkar í verkjameðferð eftir skurðaðgerð. Hins vegar þarf að hafa í huga að þær rannsóknir sem valdar voru reyndust smáar í sniðum og gallar voru til staðar í aðferðafræðinni. Þörf er á fleiri rannsóknum um aðrar aðferðir en lyf við verkjum eftir skurðaðgerð.
Millions of surgeries are performed each year and pain is an inevitable complication. There is an increased demand for self-care after surgery, which causes an increased need for education among patients about what such care entails. Pain is a personal experience and post-surgical pain management is based on multimodal analgesia that includes both medication and nonpharmacological methods.
The purpose of this summary was to examine the effects of selected nonpharmacological methods and to create a draft of educational material for patients. The aim was to answer the following research question: Are massage, relaxation, music and cold therapy effective methods to reduce postoperative pain?
Systematic searches for research articles were made in the databases PubMed, Web of Science and Scopus. Inclusion criteria included articles less than ten years old, in Icelandic or English, about adults (18 years and older) who have undergone surgery. Four methods were chosen in advanced: Relaxation, music, massage and cold therapy. A separate search was made for each method. The PRISMA flow diagram was used to analyze the sources.
Nine studies met the inclusion criteria. Their results indicated that relaxation, music, massage and cold therapy proved to be effective in reducing the intensity of pain, reducing the use of strong painkillers, had a good effect on mental well-being and patients considered the methods to be beneficial. Subsequently, a draft of a written educational material was prepared for patients on relaxation, music, cold therapy and massage with the PEMAT assessment tool in mind.
It is clear that these selected methods are effective in postoperative pain management. However, it must be considered that the studies selected were small in size and there were shortcomings in the methodology. There is a need for more research on nonpharmacological methods for postoperative pain.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS RITGERÐ - Sniðmát 3.pdf | 554,46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 257,57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |