en English is Íslenska

Thesis (Graduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41304

Title: 
  • Title is in Icelandic Samanburðarrannsókn geislaskammta myndgreiningartækja Landspítalans við Hringbraut. TS og blandaðar myndgreiningaraðferðir.
Degree: 
  • Graduate diploma
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tölvusneiðmynda- og ísótóparannsóknir eru vinsæl og gagnleg tól til greiningar, eftirfylgnis og meðferðar við hinum ýmsu kvillum og sjúkdómum. Með tilkomu blandaðra myndgreiningaraðferða SPECT/CT og PET/CT hefur áhuginn fyrir þeim stóraukist. Við sameiningu beggja þátta fæst það besta úr báðum rannsóknum. Lífeðlisfræðilegar upplýsingar vefja og líffæra, út frá ísótóparannsókninni, SPECT eða PET, og anatómískar út frá TS hlutanum. Hinsvegar eykur þessi viðbótar TS hluti geislaskammtinn sem fellur á sjúklinginn, um allt að 78%. Sjúklingar með krabbamein fara reglulega í myndgreiningarrannsóknir til eftirfylgnis sínum sjúkdómi. Jónandi geislun er ekki hættulaus og því þarf alltaf að vera læknisfræðilegur rökstuðningur til staðar fyrir notkun hennar og hún notuð með því sjónarmiði að ávinningurinn af henni sé meiri en áhættan.
    Markmið: Markmiðið var að bera saman niðurstöður geislaskammta (mGy) og geislaálags (mSv) TS rannsókna saman við geislaskammta og geislaálag blandaðra myndgreiningarrannsókna af svipuðu skannsvæði, milli þriggja myndgreiningartækja röntgendeildar Landspítalans við Hringbraut og
    niðurstöður erlendra ganga. Voru það tækin Genesis (TS), Discovery (PET/CT) og Symbia IQ SPECT (SPECT/CT).
    Efni og aðferðir: Gögnum um CTDIvol, DLP, kyn og aldur sjúklinga úr 150 rannsóknum, 18F-FDG PET/CT Háls, brjóst- og kviðarhol með TS og með eða án skuggaefnis og (V/Q SPECT/CT) SPECT/CT loftvega- og blóðflæðisskann lungna, var safnað með aftursækinni aðferð úr myndgeymslu Landspítalans (PACS), á tímabilinu 2020 til 2021. Þeim til samanburðar voru fyrirliggjandi gögn um geislaskammta TS rannsókna, sem svipaði til skannsvæðis fyrrnefndra rannsókna, fengin frá Geislavörnum ríkisins. TS Háls með skuggaefni, TS Lungu með skuggaefni, TS kviður með skuggaefni,
    TS þvagfærayfirlit (kviður án skuggaefnis) og TS beinayfirlit.
    Niðurstöður: Munur á geislaálagi TS hluta Discovery og Genesis af svipuðu skannsvæði með eða án skuggaefnis var 58% og 51%. Munur milli TS hluta Symbia IQ SPECT og Genesis var 67%. Sneið og lengdargeislun voru að meðaltali hæst í 18F-FDG PET/CT rannsóknum með TS og skuggaefni og
    TS kviður með skuggaefni, 10,4 mGy og 1339,3 mGy*cm og 9,5 mGy og 510,5 mGy*cm. Á Landspítala munaði 1,6 mSv á geislaálagi inngefins skammts geislalyfs blandaðra myndgreiningaraðferða 18F-FDG,
    99mTc-DTPA og 99mTc-MAA. DLP í 18F-FDG PET/CT án skuggaefnis var undir landsviðmiðum Sviss og Ástralíu, en yfir því sem lagt hefur verið til sem norrænt viðmið. DLP í V/Q SPECT/CT er yfir landsviðmiði Sviss en undir norrænu viðmiði og landsviðmiði Ástralíu.
    Ályktun: Geislaálag TS og TS hluta blandaðra myndgreiningarrannsókna er svipað því sem gengur og gerist í öðrum löndum. PET/CT er ný myndgreiningaraðferð við flóru myndgreiningarrannsókna á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut og því gott að sjá hvar við Íslendingar stöndum varðandi geislaálag samanborið við aðrar þjóðir. Áhugavert væri að gera nýjan samanburð að fimm árum liðnum til þess að sjá hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað.

Accepted: 
  • May 19, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41304


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
diploma ritgerd 2^J0.pdf2.33 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlysing.pdf474.05 kBLockedDeclaration of AccessPDF