Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41305
Bakgrunnur: Meðfæddir hjartagallar eru algengustu fæðingargallarnir og valda þeir flestum dauðs- föllum ungbarna. Um 1% lifandi fæddra barna hafa meðfæddan hjartagalla og skiptir miklu máli að greina þá snemma í lífi barns til að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi. Einkenni hjartagalla eru mismunandi en sumum hjartagöllum fylgja engin einkenni á meðan aðrir hjartagallar draga börn til dauða. Vökudeild Barnaspítala Hringsins er eina nýburagjörgæslan á Íslandi, en þangað leggjast inn flest börn sem greinast með meðfæddan hjartagalla og eru sum jafnvel send erlendis til að fá sérhæfðari meðferð.
Markmið: Að skoða innlagnir barna með meðfædda hjartagalla á Vökudeild, ásamt því að skoða hversu stórt hlutfall þeirra barna voru fyrirburar eða höfðu litningagalla.
Aðferðir: Notast var við afturskyggnt rannsóknarsnið þar sem skoðaðar voru innlagnir barna með meðfædda hjartagalla á Vökudeild á árunum 2011-2018.
Niðurstöður: 164 börn með meðfæddan hjartagalla voru lögð inn á Vökudeild, í 178 innlögnum á árunum 2011-2018. Heildarinnlagnir á þessu tímabili tengdar nýburalækningum voru 3073, svo áætla má að börn með meðfædda hjartagalla séu 5,8% af þeim innlögnum. Kynjahlutfall innlagna var 1,5:1 eða 59% drengja á móti 41% stúlkna. Aldursbil barnanna var frá 0 vikna til rúmlega 17 vikna en aldurshópurinn með flestum innlögnum var 0-1 vikna. Meðallegutími var 19,2 sólarhringar þar sem stysti legutími var 0,6 sólarhringur og lengsti 141,3 sólarhringar. Alls gengust 23 börn undir aðgerð á tímabilinu þar sem 14 börn fóru í aðgerð tengda hjarta- og æðakerfi og níu börn í aðgerð sem tengdist öðrum vandamálum. Af þeim 164 börnum með meðfæddan hjartagalla sem lögðust inn á Vökudeild, voru 59 fyrirburar og 17 með litningagalla. 96% barnanna hafði eina eða fleiri ICD-10 greiningu. Tvö börn með meðfædda hjartagalla létust á tímabilinu.
Ályktanir: Mikilvægt er að börn með meðfædda hjartagalla greinist snemma. Því skiptir miklu máli að hjúkrunarfræðingar, sem vinna með börnum, hafi þekkingu á einkennum meðfæddra hjartagalla og geti vísað þeim börnum sem þurfa á því að halda áfram til viðeigandi sérfræðinga. Við teljum gott samstarf milli fagstétta skipta miklu máli ásamt því að starfsfólk fái reglulega endurmenntun þar sem fram koma nýjar upplýsingar um greiningu og einkenni meðfæddra hjartagalla.
Lykilorð: meðfæddur hjartagalli, börn, fyrirburi, litningagalli, nýburagjörgæsla
Background: Congenital heart defects (CHD) are the most common birth defect and lead to the greatest number of deaths among infants. About 1% of live births have a congenital heart defect, and it is critical to diagnose the defect early in the child’s life to prevent serious illness. Heart defects can present with a range of symptoms. Some defects present no symptoms at all while others are fatal to the infant. The Vökudeild Unit at the National University Hospital of Iceland is the only NICU in Iceland and is where most infants with CHD in Iceland are admitted for care, although some are sent abroad for specialized treatment.
Aim: To examine cases of infants with CHD admitted to the NICU, as well as to examine the proportion of those infants who were also born premature or had chromosomal defects.
Methods: A retrospective study design was used to examine infants with CHD admitted to the NICU during the period 2011-2018.
Results: 164 infants with CHD were admitted to the NICU in 178 admissions during the period 2011- 2018. During the same period the total number of neonatal admissions was 3073, meaning that infants with CHD represented 5.8% of the total admissions. The sex ratio of admissions was 1.5:1 or 59% male to 41% female. The age range of admissions was from 0 weeks to just over 17 weeks, but the age group with the highest number of admissions was 0-1 week. The average length of stay was 19.2 days with the shortest stay being 0.6 days and the longest stay 141.3 days. In total, 23 infants underwent a procedure during the period, including 14 infants who underwent cardiovascular procedures and nine children who underwent other types of procedures. Of the 164 children with CHD who were admitted to the NICU, 59 were born premature and 17 had chromosomal defects. 96% of the infants were diagnosed with one or more ICD-10 diseases. Two infants with CHD died during the period.
Conclusions: It is vital that infants with CHD receive an early diagnosis. It is important that nursing staff who work with the infants are familiar with the symptoms of CHD and can refer infants in need of care for further treatment. We believe that a high level of collaboration among different types of healthcare professionals is critical as well as regular continuing education for healthcare workers, including the latest information on CHD, its diagnosis and symptoms.
Keywords: congenital heart defects (CHD), infants, premature birth, chromosomal defects, neonatal intensive care
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Innlagnir hjartveikra barna á nýburagjörgæslu Landspítala á árunum 2011-2018 - BS ritgerð.pdf | 2.46 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing skemman skil.pdf | 6.88 MB | Lokaður | Yfirlýsing |