is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41311

Titill: 
  • Síðbúnar sálfélagslegar afleiðingar brjóstakrabbameinsmeðferða: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna í heiminum. Vegna hækkandi aldurs heimsbyggðarinnar og betri meðferðarúrræða lifa konur sem greinast með brjóstakrabbamein nú lengur og eftirlifendum (e. survivors) fer fjölgandi. Aukin þekking á meinafræði brjóstakrabbameins og framgangi sjúkdómsins hefur leitt til mikillar þróunar á meðferðum og betri útkomu hjá sjúklingum. Hins vegar upplifa sjúklingar sem fara í krabbameinsmeðferð ýmis heilsufarsvandamál vegna meðferðarinnar sjálfrar, en hún getur haft veruleg áhrif á líkamlega, sálfélagslega og tilfinningalega heilsu og vellíðan kvenna.
    Tilgangur: Að skoða hvaða síðbúnu sálfélagslegu afleiðingar konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein glíma við eftir krabbameinsmeðferð og samþætta niðurstöður nýlegra rannsókna um efnið. Einnig er tilgangurinn að skoða hvaða sérhæfða stuðning hjúkrunarfræðingar veita konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, bæði í og eftir meðferð og hvað sé hægt að gera betur.
    Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem leit að heimildum fór fram á kerfisbundinn hátt í gagnagrunnunum PubMed og Google Scholar. Leitin fór fram með fyrir fram ákveðnum leitarorðum sem sett voru fram skv. PICOTS viðmiðum. Leitað var að fræðigreinum með niðurstöðum eigindlegra og megindlegra rannsókna og var leitin afmörkuð við árin 2012–2022. Til að setja leitina upp á kerfisbundinn hátt var notast við PRISMA flæðirit.
    Niðurstöður: Tólf rannsóknir stóðust inntökuskilyrði þessarar fræðilegu samantektar. Þær áttu það sameiginlegt að skoða síðbúnar sálfélagslegar afleiðingar krabbameinsmeðferða hjá konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og hvaða stuðning heilbrigðisstarfsfólk veitir þessum sjúklingahópi í og eftir meðferð. Helstu niðurstöður rannsóknanna sýna að eftirlifendur brjóstakrabbameins glíma oft við ýmsar sálfélagslegar afleiðingar krabbameinsmeðferða allt að 14 árum eftir meðferð. Helstu afleiðingar voru krabbameinstengd þreyta, þunglyndi, kvíði, vitræn skerðing, svefntruflanir og áhrif á kynheilbrigði. Auk þess sýndu niðurstöður að í mörgum tilvikum er aukin þörf á stuðningi og fræðslu í og eftir krabbameinsmeðferð og þörf er á aukinni þekkingu á stuðningsþörfum meðal heilbrigðisstarfsfólks. Sálfélagslegur stuðningur og ráðgjöf eru enn mikilvæg fyrir eftirlifendur þó langt sé liðið frá meðferð til þess að greina áhættuþætti eins snemma og hægt er. Niðurstöður sýna einnig að sérhæfðir hjúkrunarfræðingar geta haft jákvæð áhrif á útkomu eftirlifenda brjóstakrabbameins með því að veita sértækan stuðning, fræðslu og umönnun og þar með stuðlað að betri lífsgæðum eftir meðferð.
    Ályktanir: Þörf er á aukinni vitundarvakningu og frekari rannsóknum á síðbúnum sálfélagslegum afleiðingum meðferða við brjóstakrabbameini þar sem eftirlifendum brjóstakrabbameins fer hratt fjölgandi. Einnig er þörf á auknu mati á stuðningsþörfum og fræðslu til eftirlifenda. Hjúkrunarfræðingar sem vinna með eftirlifendum brjóstakrabbameins þurfa að vera sérstaklega meðvitaðir um þessar afleiðingar og um þau úrræði sem eru í boði fyrir þennan sjúklingahóp.
    Lykilorð: Brjóstakrabbamein, krabbameinsmeðferð, síðbúnar sálfélagslegar afleiðingar.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Breast cancer is the most common cancer among women in the world. Because people are getting older and cancer treatments are getting better women with breast cancer are living longer and the numbers of survivors are increasing. Increased knowledge of the pathology of breast cancer and progression of the disease has led to a great development of treatments and better outcomes for patients. However, patients undergoing cancer treatment experience various health problems due to the treatment itself, and treatment for breast cancer can have a significant impact on the physical, psychosocial and emotional health and well-being of women.
    Purpose: To shed light on the late psychosocial effects that women who have been diagnosed with breast cancer deal with after cancer treatment. Also to look at what support nurses are providing to women who have been diagnosed with breast cancer both during and after treatment and what can be improved.
    Method: A literature review where the search for sources took place in the databases PubMed and Google Scholar in a systematic way. A search was performed with predetermined keywords according to PICOTS criteria. Only academic articles were searched for on the results of qualitative and quantitative research and the search was limited to the years 2012-2022. PRISMA flowcharts were used to set up the search in a systematic way.
    Results: A total of 12 studies met the admission requirements for this literature review. All of them had that in common to examine late psychosocial effects of cancer treatment in women who have been diagnosed with breast cancer and what support healthcare professionals provide to this group of patients during and after treatment. The main results of the literature review show that breast cancer survivors often struggle with various psychosocial effects of the cancer treatment up to 14 years after treatment. The main effects reported by the survivors were cancer-related fatigue, depression, anxiety, cognitive impairment, sleep disorders and effects on sexual health. In addition, the results showed that in many cases there is an increased need for support and education during and after cancer treatment and there is a need for increased knowledge among healthcare professionals regarding the need for support among survivors. Psychosocial support and counseling are still important for survivors, although it has been years since treatment to identify risk factors as early as possible. The results also show that specialist breast care nurses can have a positive impact on the outcome of breast cancer survivors by providing specialized support, education and care, thereby contributing to a better quality of life after treatment.
    Conclusion: There is a need for increased awareness and further research on the late psychosocial effects of breast cancer treatment as the number of breast cancer survivors is increasing rapidly. There is also need for increased assessment of support needs and education for survivors. Nurses working with breast cancer survivors need to be especially aware of these effects and also be aware of the resources available for this group of patients.
    Keywords: Breast cancer, cancer treatment, late psychosocial effects.

Samþykkt: 
  • 19.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni - lokaskjal.pdf550,86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Agnes og Hjördís.pdf538,45 kBLokaðurYfirlýsingPDF