Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41314
Bakgrunnur: Heila- og mænusigg (e. multiple sclerosis), oftast kallað MS, er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur sem yfirleitt greinist hjá ungu fólki á aldrinum 20-40 ára. Talið er að um 760 manns séu með MS á Íslandi. Einkenni sem fólk með MS þarf að glíma við eru margvísleg og einstaklingsbundin. Þetta kallar á aðlögun á breyttri færni og líkamsímynd. Skortur er á þekkingu varðandi upplifun einstaklinga með MS á eigin líkamsímynd. Margar litlar rannsóknir hafa tekið þetta efni fyrir en þó á eftir að samþætta niðurstöður þeirra.
Markmið: Að samþætta þekkingu á því hvernig einstaklingar sem hafa greinst með MS upplifa eigin líkamsímynd. Enn fremur að skoða hvernig viðhorf frá umhverfinu breytist gagnvart einstaklingum með MS. Niðurstöður verða settar fram þannig að þær hafi skírskotun fyrir hjúkrun.
Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem leiðbeiningar Joanna Briggs Stofnunnarinnar og PRISMA voru hafðar til hliðsjónar. Leit fór fram á kerfisbundinn hátt í PubMed á eigindlegum og megindlegum greinum birtum milli 1985-2022 sem snúa að líkamsímynd einstaklinga með MS. Framkvæmd var framvirk- og afturvirk snjóboltaleit á Google Scholar og í heimildarlistum greina sem uppfylltu inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru settar upp í töflur og samþættar með orðum.
Niðurstöður: 14 frumrannsóknir stóðust inntökuskilyrðin. Þar af voru tvær eigindlegar og 12 megindlegar. Tvær rannsóknir lýstu íhlutun, annars vegar nuddmeðferð og hins vegar sálrænu meðferðarprógrami. Greinarnar komu frá sex mismunandi löndum. Þátttakendur í rannsóknunum voru á aldursbilinu 18-72 ára. Í rannsóknunum var notast við níu mismunandi mælitæki til þess að meta líkamsímynd. Andleg og tilfinningaleg líðan eins og kvíði, þunglyndi og streita höfðu neikvæð áhrif á líkamsímynd. Niðurstöður eigindlegra rannsókna sýndu algengar áskoranir hvað varðar líkamsímynd sem MS sjúklingar standa andspænis sem skipta má í þrjá flokka, 1. Upplifun á líkamsímynd, 2. Sálræn áhrif/óvissa og 3. Umhverfi. Einnig bentu eigindlegar rannsóknir á hjálplega þætti.
Ályktun: Niðurstöður samantektarinnar leiða í ljós mikilvægi viðfangsefnisins fyrir hjúkrun einstaklinga með MS og hefur skýra tengingu við hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar geta með aukinni þekkingu á viðfangsefninu aukið stuðning og upplýsingagjöf til einstaklinga með MS og þannig stuðlað að jákvæðri líkamsímynd ásamt aukinni vellíðan einstaklingsins. Ákallandi er að rannsaka íhlutanir eða gagnreynd úrræði fyrir þennan sjúklingahóp til að efla jákvæða líkamsímynd og aðlagast breytingum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér.
Lykilorð: Heila- og mænusigg (e. multiple sclerosis) og líkamsímynd (e. body image).
Background: Multiple sclerosis, or MS, is an incurable neurodegenerative disorder. MS is most commonly diagnosed in young people between 20-and 40 years. Approximately 760 people have MS in Iceland. The symptoms that people with MS endure are highly heterogeneous. When changes in bodily function occur, this, in its turn, calls for the incorporation of changed skills into one’s body image. Unfortunately, knowledge is scarce about the MS patients’ experiences of changes in their body image. While many small studies have approached the topic, their results need to be synthesized.
Purpose: To integrate knowledge about how individuals diagnosed with MS experience changes in their body image. Furthermore, to explore how attitudes from others change towards individuals with MS. The results will be presented in a relevant way for nursing practice.
Method: A review following main recommendations from the Joanna Briggs Institute and PRISMA reporting guidelines. Searches were carried out systematically in PubMed to locate qualitative and quantitative studies, published between 1985 and 2022, revolving on studying the body image of individuals with MS. Forward and backward snowball searches were carried out on Google Scholar and in the reference lists of included articles. Results were set up in tables and integrated narratively.
Results: 14 studies passed the inclusion criteria. Of these, two were qualitative and 12 quantitative. Two studies described interventions, one massage therapy and the other a psychological treatment program. The articles came from six different countries. The age of participants ranged from 18-72 years. The studies used nine different instruments to evaluate issues related to body image. Mental and emotional well-being, such as anxiety, depression, and stress, had a negative impact on patients’ perceptions of their body image. The qualitative studies displayed typical “body image” challenges faced by MS patients which can be divided into three main categories, 1. Experience of body image, 2. Psychological effect/unpredictability, and 3. Environment. Results pointed towards issues that facilitate a more positive body image.
Conclusion: Results of the review unveil the importance of addressing the topic of body image changes when caring for patients with MS. Nurses should use increased knowledge of body image challenges in patients with MS as an opportunity to increase support and information. In addition, attending to body image changes can help patients adjust to the array of changes that MS imposes and facilitate a more positive self image. There is an urgent need to research the effects of interventions and develop guidelines to alleviate body image disturbances in patients with MS.
Key words: Multiple Sclerosis and body image
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Breyting á líkamsímynd einstaklinga með MS.pdf | 683.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG_20220519_0001_NEW.pdf | 426.98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |