is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41315

Titill: 
  • Áhrif ilmolíumeðferða og engifers á ógleði og uppköst á meðgöngu. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Algengustu einkenni vanlíðunar sem konur upplifa á meðgöngu eru ógleði og uppköst. Þungaðar konur geta upplifað ógleði og kastað upp á sama tíma en einnig geta einkennin komið fram í sitthvoru lagi. Orsakir þessara einkenna eru ekki ljósar og getur því verið erfitt að finna viðeigandi meðferðarúrræði. Á meðgöngu er algengt að konur noti viðbótarmeðferðir til að draga úr þessum einkennum, þar á meðal eru engifer og ilmkjarnaolíur.
    Tilgangur: Í þessu verkefni verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Eru náttúrulyf eins og ilmkjarnaolíur og engifer gagnlegar viðbótarmeðferðir til að draga úr ógleði og uppköstum á meðgöngu? Skoðaðar eru nýlegar rannsóknir og niðurstöður þeirra teknar saman, greindar og túlkaðar.
    Aðferð: Gerð var kerfisbundin heimildaleit í gagnabönkum Pubmed og Scopus. Leitað var að rannsóknargreinum frá árunum 2012-2022. Við efnisleit var notast við fyrirfram ákveðin leitarorð ásamt inntöku- og útilokunarskilyrðum. PRISMA flæðirit var notað við að greina og lýsa heimildum nánar.
    Niðurstöður: Átta rannsóknargreinar uppfylltu inntökuskilyrðin. Rannsóknirnar voru gerðar á þunguðum konum með væg til meðal mikil ógleði og uppköst. Niðurstöður þeirra gefa til kynna að notkun engifers getur dregið úr einkennum ógleði og uppköstum á meðgöngu. Ilmkjarnaolíur með piparmyntu og hreinni myntu, sem og ilmkjarnaolíur með blöndu af piparmyntu og sítrónu virðast einnig draga úr einkennum ógleði og uppköstum.
    Ályktun: Inntaka engifers og ilmkjarnaolíu til innöndunar virðast geta dregið úr ógleði og uppköstum á meðgöngu. Rannsóknirnar sem hér voru rýndar byggðu á mismunandi aðferðum meðferða og er því erfitt að draga afgerandi ályktanir um árangur notkunar engifers og ilmkjarnaolía gegn einkennum ógleði og uppkasta á meðgöngu. Því er þörf á áframhaldandi rannsóknum til þess að kanna betur bestu mögulegu útkomu af meðferðunum. Víða er gæðaeftirliti á náttúrulyfjum ábótavant og er því þörf á frekari rannsóknum þar sem kannað er hvort öruggt er fyrir þungaðar konur að nota engifer til inntöku og ilmkjarnaolíur til innöndunar á meðgöngu. Mikilvægt er að þungaðar konur taki upplýsta ákvörðun í samráði við fagaðila áður en þær hefja viðbótarmeðferð með náttúrulyfjum á meðgöngu og afli sér fullnægjandi upplýsinga um innihald lyfjanna áður en meðferð hefst.

Samþykkt: 
  • 19.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif ilmolíumeðferða og engifers á ógleði og uppköst á meðgöngu.pdf866 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
mynd.pdf530.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF