Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41318
Bakgrunnur: Brennisteinsdíoxíð eða SO₂ er loftmengun sem verður aðallega af mannavöldum vegna bruna á jarðefnaeldsneyti sem er notað meðal annars í orkuverum, í upphitun á húsum, í raforku-framleiðslu, á vélknúin farartæki og frá öðrum iðnaðarmannvirkjum. SO₂ kemur einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og frá eldgosum eða vegna jarðhita en í minna mæli en af mannavöldum. SO₂ hefur áhrif á mannkyn, dýr og plöntur. SO₂ getur valdið ýmiss konar skaða á heilsu fólks þar með talið á lungun. Við innöndun SO₂ hvarfast það auðveldlega við raka slímhúðarinnar og myndar brennisteins-sýru (H₂SO₃) sem getur leitt til alvarlegrar ertingar í öndunarfærunum, s.s. hósta, langvinnrar berkjubólgu, slímmyndunar, berkjukrampa, versnunar á astma, nýmyndun astma, mæði og COPD. Allt þetta eykur líkurnar á að fá sýkingu í öndunarveginn. Unnið er að því að draga úr loftmengun og auka vitundarvakningu fólks.
Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að fjalla um brennistein og hvaða áhrif hann hefur á lungaheilsu fólks, hvaðan brennisteinn kemur og hvaða fylgikvilla hann hefur í för með sér. Einnig er tilgangurinn að vita hvort brennisteinn sé skaðlegur eða ekki.
Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem leit fór fram í gagnagrunnum PubMed, Scopus, Web of Science og Google Scholar á kerfisbundinn hátt um áhrif brennisteins á lungnaheilsu, ásamt því að notast við heimildir af heimasíðum sem eru viðurkenndar stofnanir. Ákveðin leitarskilyrði voru sett fram við leitina. Stuðst var við greinar sem birtar voru á tímabilinu 2012-2022. Aðeins var notast við heimildir sem voru á ensku eða íslensku. Við heimildaleitina var bæði stuðst við megindlegar og eigindlegar rannsóknir. Eftir yfirferð á heimildum voru greinar valdar eftir inntökuskilyrðum sem höfundar settu upp fyrir verkefnið.
Niðurstöður: Brennisteinn í andrúmslofti er alvarlegt vandamál og hefur áhrif á heilsu fólks. Hann hefur bæði skamm- og langtímaáhrif á heilsu fólks. Skammtímaáhrifin eru erting í augum, nefi, koki og hausverkur. Langtímaáhrifin er þrálát öndunarfæraeinkenni, hósti, nefrennsli og astmi. Auk þess er skapar hann hættu á vaxtarskerðingu hjá fóstrum og getur valdið fyrirburafæðingu. Indland, Rússland og Kína eru þjóðir sem menga mest. Efla þarf þjóðir til að minnka brennisteinsmengun í umhverfinu með því að efla fólk til að minnka útblástur af mengunarvaldandi efnum. Þá þarf að efla þjóðir til að fá betri hreinsikerfi í kolefna- og olíuframleiðslu.
Ályktanir: Draga má þá ályktun að mengun af völdum brennisteins hafi gríðarleg áhrif á heilsu fólks, bæði á lungnastarfsemi og almennt heilsufar. Vegna mikillar SO₂-mengunar er aukning á lungnatengdum sjúkdómum á borð við astma, langvinna lungnateppu (e. COPD), lungnatrefjun (e. pulmonary fibrosis) og lungnakrabbamein.
Lykilorð: Brennisteinn, brennisteinsdíoxíð, SO₂, loftmengunarefni, öndunarfæri, heilbrigði, lungnasjúkdómar.
Background: Sulfur dioxide or SO₂ is air pollution that is mainly man-made due to the burning of fossil fuels used in power plants, house heating, electricity generation, motor vehicles and other industrial plants. SO₂ also comes from natural sources, such as volcanic eruptions or high temperatures, but to a lesser extent than humans. SO₂ affects mankind, animals, and plants. SO₂ can cause a variety of damage to human health including the lungs. Inhaling SO₂ reacts easily with the mucous membranes to form sulfuric acid (H₂SO₃) which can lead to severe respiratory irritation e.g., cough, chronic bronchitis, mucositis, bronchospasm, exacerbation of asthma, asthma synthesis, shortness of breath and COPD all of which increase the chances of getting an infection in the airways. Efforts are being made today to reduce air pollution and raise awareness among people.
Purpose: The purpose of this literature review was to discuss sulfur and what effect it has on people's lung health, where sulfur comes from and what complications sulfur causes, also to know whether sulfur is harmful or not.
Method: A systematic literature that conducted a search in databases such as PubMed, Scopus, Web of science and Google scholar in a systematic way about the effects of sulfur on lung health, as well as using sources from websites that are recognized institutions. Certain search criteria were set during the search. Articles published in the period 2012-2022 were used. Only sources that were in English or Icelandic were used. The search for sources was based on both quantitative and qualitative research. After reviewing the sources, articles were selected according to the admission requirements set by the authors for the project.
Results: Sulfur dioxide in the atmosphere is a severe concern that has a negative impact on human health. Sulfur in the atmosphere has both short-term and long-term effects on human health. Short-term effects include irritation of the eye, nose, throat, and headache. Long-term effects may include persistent respiratory problems such as coughing, runny nose, and asthma, but there is also
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Brennisteinn í andrúmslofti og tengsl hans við öndunarfærasjúkdóma - pdf.pdf | 353.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
attachment 1 (5).pdf | 6.14 MB | Lokaður | Yfirlýsing |