is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41319

Titill: 
  • Áskoranir ungs fólks með ADHD og fjölskyldur þeirra: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: ADHD er algeng taugaþroskaröskun og kemur hún yfirleitt fram snemma á lífsleiðinni. Algengni er um 7,1% hjá börnum og unglingum en er um 2,5-5% hjá fullorðnum. ADHD getur haft mismikil áhrif á líf einstaklinga, allt frá því að valda lítilli sem engri skerðingu á lífi einstaklinga og upp í það að vald mikilli skerðingu í daglegu lífi einstaklinga. ADHD getur haft mismunandi birtingarmyndir milli kynjana og eru konur oftar með leynd ADHD einkenni á meðan einkenni karla eru meira sýnileg. Mikilvægt er að greina ADHD og veita þeim sem þurfa meðferð við henni því að rannsóknir hafa sýnt að ómeðhöndluð ADHD getur valdið langtíma skerðingu í lífi einstaklinga.
    Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á eigindlegum, megindlegum og blönduðum rannsóknum frá árunum 2012-2022
    Tilgangur/markmið: Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða helstu áskoranir sem ungt fólk með ADHD er að takast á við, hvernig það getur haft áhrif á fjölskylduna og hver helstu bjargráð eru til þess að takast á við ADHD
    Aðferð: Leit fór fram í gegnum gagnagrunnin PubMed, við leitina var stuðst við PRISMA-leiðbeiningar og var leitað að greinum sem voru á íslensku eða ensku og komu fram árunum 2012-2022. Sett voru fram ákveðin inntöku og útilokunarskilyrði og voru alls 10 fræðigreinar sem stóðust inntökuskilyrði samantektarinnar. Rannsóknir voru samþættar í orðaræðu og í framsetningu í formi mynda
    Niðurstöður: Samtals stóðust 10 rannsóknargreinar skilyrði fyrir inntöku. Rannsóknir sýndu að einkenni ADHD geta verið mjög mismunandi og geta þau verið það slæm að þau skerða lífsgæði einstaklinganna, grunneinkenni ADHD eru ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur og sýna rannsóknir að þeir sem uppllifa einkenni tengd athyglisbrest eru í mestri hættu á að upplifa einhverja skerðingu á lífsgæðum. Til eru mismunandi meðferðarúrræði fyrir þennan hóp og hafa einstaklingar einnig sýnt fram á ákveðnar aðlögunarleiðir til þess að takast á við ADHD einkenni sín.
    Ályktanir: Niðurstöður sýna það að ungt fólk með ADHD getur verið að glíma við margar áskoranir sem geta haft mikil áhrif á líf þeirra og fjölskyldu. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vera vakandi fyrir einkennum ADHD hjá ungu fólki og veita viðeigandi meðferð og þannig minnka áhrifin sem ADHD einkenni geta haft á líf einstaklingsins. Skortur er á rannsóknum sem skoða bjargráð og aðlögunarleiðir hjá ungu fólki með ADHD og er því vettvengur fyrir framtíðarrannsóknir
    Lykilorð: Ungt fólk, ADHD, áskoranir, aðlögunarleiðir og bjargráð

Samþykkt: 
  • 20.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-BS-ritgerð.pdf434,65 kBLokaður til...30.05.2142HeildartextiPDF
Scanned from a Xerox Multifunction Printer.pdf31,29 kBLokaðurYfirlýsingPDF