is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41320

Titill: 
 • Bráðaheilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Áskoranir og hæfni hjúkrunarfræðinga er kemur að bráðum hjarta- og æðasjúkdómum
 • Titill er á ensku Emergency health service in rural and remote areas Nurses challenges and competence in acute cardiovascular disease
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðaþjónustu á landsbyggðinni þurfa að búa yfir víðtækri þekkingu og áskoranir í starfi þeirra geta verið margvíslegar. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta orsök dauða á heimsvísu og algengasta dánarorsök Íslendinga. Um þriðjungur Íslendinga, eða um 36%, býr á landsbyggðinni þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er takmarkað og langar vegalengdir geta verið í næstu sérhæfðu þjónustu. Bráða hjarta- og æðasjúkdóma er nauðsynlegt að meðhöndla innan ákveðinna tímamarka og því er mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að geta brugðist hratt og rétt við í krefjandi vinnuaðstæðum, þegar hver mínúta getur skipt máli.
  Tilgangur: Að skoða þá hæfni og þekkingu sem æskilegt er að hjúkrunarfræðingar sem starfa á landsbyggðinni búi yfir. Einnig verður farið yfir þær áskoranir sem geta komið upp í bráðaheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og hvort þær hafi áhrif á öryggi íbúa. Þar að auki verða skoðaðir möguleikar til úrbóta og hvernig efla megi heilbrigðisþjónustuna til að mæta þörfum íbúa.
  Aðferð: Kerfisbundin heimildaleit fór fram í gagnagrunni PubMed þar sem sett voru fram ákveðin leitarorð. Notuð voru inntöku- og útilokunarskilyrði þar sem greinar voru afmarkaðar með tímaramma sem spannaði 10 ára tímabil (2012-2022) og einungis var notast við greinar á íslensku eða ensku. Teknar voru saman rannsóknir sem fjölluðu um hæfni og áskoranir hjúkrunarfræðinga er kemur að bráðum hjarta- og æðasjúkdómum ásamt þeim áhrifum sem fjarlægð frá sérhæfðri þjónustu getur haft á útkomu einstaklinga. Rannsóknir voru metnar út frá gæðamati og stuðst var við PRISMA flæðirit við framsetningu gagna.
  Niðurstöður: Skoðuð var sú hæfni og þekking sem æskilegt er að hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni búi yfir til að geta tekist á við þær víðtæku áskoranir sem felast í starfi þeirra. Niðurstöður rannsókna sem skoðaðar voru sýndu fram á að hjúkrunarfræðingar greindu frá skorti á sjálfsöryggi við störf sín í bráðum aðstæðum á landsbyggðinni. Helstu áskoranir sem komu fram voru takmarkaður stuðningur í starfi, skortur á starfsfólki ásamt erfiðleikum við að sækja sér endurmenntun. Niðurstöður vörpuðu ljósi á þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Hjúkrunarfræðingar töldu nauðsynlegt að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu ásamt því að hafa trú á eigin getu til að taka upplýstar ákvarðanir í krefjandi aðstæðum. Rannsóknir bentu til að endurmenntun, aukin reynsla við að sinna bráðatilfellum ásamt hækkandi starfsaldri urðu til þess að styrkja sjálfstraust og hæfni hjúkrunarfræðinga sem starfa í bráðum aðstæðum á landsbyggðinni.
  Ályktun: Út frá niðurstöðum þessarar fræðilegu samantektar má álykta að ójöfnuður sé í aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustu eftir búsetu og virðist það vera þekkt vandamál víða um heim. Í minni bæjarfélögum þar sem íbúar eru færri er ekki eins mikið um bráð tilfelli. Því er mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að viðhalda færni sinni og þekkingu með endurmenntun. Þörf er á frekari rannsóknum sem snúa að störfum hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni svo að hægt sé að styðja enn betur við bakið þeim og vinna markvisst að úrbótum innan heilbrigðiskerfisins.
  Lykilorð: Skipulag heilbrigðisþjónustu, bráðaheilbrigðisþjónusta, landsbyggðin, bráðir hjartasjúkdómar, sjúkraflutningar, tímamörk, hæfni hjúkrunarfræðinga

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Nurses providing emergency services in rural areas must have extensive knowledge and training to handle a wide range of challenging situations. Cardiovascular diseases are the leading cause of death in Iceland as well as worldwide. About one third of Iceland‘s population, or 36%, live in rural areas with limited healthcare options and long distances to specialized healthcare facilities. Treatment outcome for acute heart disease depends on treatment are time sensitive. This accentuates the importance of healthcare professionals responding rapidly and correctly when every minute counts.
  Purpose: The skills and knowledge that nurses working in rural areas need to possess will be viewed. Challenges that may arise within emergency healthcare in rural areas will also be examined as well as whether these challenges might possibly endanger the inhabitant ́s safety. In addition, possibilities for improvement will be examined and how the health service can be strengthened to meet the needs of the population.
  Method: A literature search was performed in the PubMed database where certain keywords were set out. Inclusion and exclusion criteria where article search criteria was delimited by a time frame spanning a 10-year period (2012-2022) and only studies written in Icelandic or English were allowed. A collection of research articles was compiled that dealt with the skills and challenges presented to nurses in relation to acute cardiovascular disease, as well as the impact that distance from specialized healthcare services may have on patient outcome. Research articles were evaluated based on quality assessment and PRISMA flowcharts were used to present data.
  Results: The skills and knowledge that nurses in rural areas need to champion the wide-ranging challenges inherent in their work were scrutinized. Research results revealed that nurses reported a lack of self-confidence in their work during emergency situations in rural areas. The main challenges that emerged were limited workplace support, lack of staff and difficulties in attending retraining. The results shed light on the great responsibility that accompanies the nursing profession. Nurses considered it necessary to have extensive knowledge as well as to have an unwavering belief in their own ability to make informed decisions in challenging situations. Research indicates that retraining, increased experience in dealing with emergencies as well as increasing seniority helped to strengthen the self-confidence and skills of nurses working in emergency situations in rural areas.
  Conclusion: Based on the results of this literature review, it can be concluded that inequality exists in individuals' access to health care by place of residence and this seems to be a known problem in many parts of the world. In smaller municipalities with fewer inhabitants, there are not as many acute cases. It is therefore important for healthcare professionals to maintain their skills and knowledge through retraining. There is a need for further research into the work of nurses in rural areas so that it is possible to support them even better and work systematically on improvements within the health system.
  Keywords: Emergency healthcare, rural healthcare, nurses, acute cardiovascular diseases, acute heart diseases, time frame, transportation.

Samþykkt: 
 • 20.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Avanti og Maria.pdf1.09 MBLokaður til...18.05.2033HeildartextiPDF
Scanned-Document.pdf429.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF