is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41321

Titill: 
  • Áhættukynhegðun og getnaðarvarnir unglinga í 10.bekk á Íslandi
  • Sexual risk behavior and contraception among adolescents in 10th grade in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Áhættukynhegðun á meðal unglinga er lýðheilsuvandamál og getur haft í för með sér neikvæðar líkamlegar og andlegar afleiðingar sem er mikið áhyggjuefni og því þörf á að koma í veg fyrir hana. Verkefnið er unnið út frá landskönnunni Heilsa og lífskjör skólanema frá árinu 2018. Rannsóknarspurningin er: Hvernig tengist staða og aðstæður unglinga áhættukynhegðun þeirra? Það var kannað með því að athuga tengsl áhættukynhegðunar við bakgrunnsbreytur.
    Tilgangur og markmið: Tilgangur verkefnisins var að meta áhættukynhegðun meðal unglinga, umfang hennar og tengsl við félags- og lýðfræðilega áhættuþætti í ljósi landskönnunar þar sem spurt var meðal annars um kynhegðun.
    Aðferð: Unnið var með spurningalista sem lagðir voru fyrir nemendur í almennum grunnskólum hér á landi í landskönnun árið 2016 undir heitinu Heilsa og líðan skólanema (HBSC). Gögn verkefnisins byggja á svörum nemenda í 10. bekk. Fræðileg samantekt var gerð með heimildaleit í gegnum gagnagrunninn PubMed. Í leitinni voru notuð leitarorð er varða unglinga og áhættukynhegðun og heimildir sóttar til ársins 2010.
    Niðurstöður: Um fjórðungur þeirra sem svaraði höfðu stundað samfarir, 26% drengja og 23% stúlkna. Af þeim hópi höfðu 35% ekki notað smokk við síðustu samfarir. Fjölskyldugerð var sá bakgrunnsþáttur sem helst tengdist áhættukynhegðun, en nemendur sem ekki bjuggu með báðum kynforeldrum voru líklegri en aðrir til að stunda áhættukynhegðun. Einnig sýndu niðurstöður að drengir voru líklegri til að hafa stundað áhættukynhegðun. Og þeir sem áttu foreldra af erlendum uppruna voru líklegri til að hafa stundað áhættukynhegðun. Einnig voru tengsl á milli atvinnuþátttöku móður og aukinnar áhættukynhegðunar unglinga.
    Umræður: Í okkar niðurstöðum og annarra er fjölskyldugerð sá bakgrunnsþáttur sem helst tengist áhættukynhegðun. Þörf er á frekari rannsóknum til að efla skilning á kynhegðun unglinga í þessum aldurshóp og greina nánar áhrifaþætti kynhegðunar. Skilningur á kynhegðun unglinga skiptir miklu máli fyrir hjúkrunarþjónustu þessa aldurshóps. Mikilvægt er að fræða unglinga um kynhegðun og stuðla að öryggi og jákvæðri umræðu um kynheilbrigði.
    Lykilorð: Unglingar, áhættukynhegðun, kynhegðun, getnaðarvarnir

Samþykkt: 
  • 20.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2 BS H- uppfært.pdf396.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20220519T172922.pdf312.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF