Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41322
Bakgrunnur: Heilablóðfall er lífshættulegt ástand sem ógnar heilsu og getur leitt til fötlunar. Þekking á einkennum þess og skjót viðbrögð getur haft áhrif á viðeigandi meðferð. Batahorfur sjúklinga sem fá heilablóðfall innan sjúkrahúsa eru almennt verri en þeirra sem fá heilablóðfall utan sjúkrahúsa.
Tilgangur verkefnisins er tvíþættur. Annars vegar að skoða árangur fræðsluátaks um heilablóðfall á þekkingu á einkennum og réttum viðbrögðum fullorðinna og barna við heilablóðfall. Hins vegar að skoða gagnsemi fræðslu og innleiðingu verkferla á sjúkrahúsum til að stytta viðbragðstíma frá greiningu einkenna að meðferð.
Aðferð: Verkefnið er fræðileg samantekt til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarspurningar voru mótaðar út frá PICOT aðferð. Leitað var að rannsóknargreinum sem fjalla um heilablóðfall, árangur fræðsluátaks, auk verkferla á heilbrigðisstofnunum sem snúa að fyrstu viðbrögðum og bráðameðferð við heilablóðfalli.
Niðurstöður sýna að hægt er að bæta þekkingu og rétt viðbrögð almennings á einkennum heilablóðfalls með fræðslu. Fræðsla sem miðluð er að almenningi, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, þarf að vera einföld og innihalda skýr skilaboð til þess að bera árangur. Niðurstöður sýna einnig að seinkun er á viðbragðstíma innan sjúkrahúsa, frá upphafi einkenna sjúklings þar til viðkomandi fær viðeigandi meðferð, þegar verkferlar eru ekki til staðar. Með innleiðingu verkferla og góðri fræðslu um fyrstu viðbrögð við einkennum heilablóðfalls innan sjúkrahúsa, er hægt að stytta viðbragðstíma fyrstu meðferðar til muna.
Ályktun: Mikilvægt er að vanda vel til verka við framkvæmd á fræðsluátaki um heilablóðfall og þörf er á að endurtaka fræðsluna reglulega. Þá þarf fræðsluátak um heilablóðfall að beinast að hópum sem fyrra fræðsluefni hefur síður náð til. Mikilvægt er að innleiða verkferla inn á sjúkrahús og uppfæra eldri verkferla í samræmi við nýjustu þekkingu hverju sinni, ásamt því að hafa þá skýra og aðgengilega. Mikilvægt er að sem flestir þekki einkenni og rétt viðbrögð við heilablóðfalli til að stuðla að batahorfum meðal þeirra sem verða fyrir þeirri lífsógn.
Lykilorð: Heilablóðfall, verkferlar, fræðsluátak, fyrstu viðbrögð við heilablóðfalli.
Background: Stroke is a life-threatening condition that can lead to disability. Knowledge of symptoms and a quick response can affect the appropriate treatment. Patients with an in-hospital stroke generally have worse outcomes compared with those having a community onset stroke.
The purpose of this thesis was twofold. Firstly was to inspect the effect of an educational campaign on the knowledge of stroke symptoms and correct first responses among bystanders, both children and adults. Secondly was assessing the utility of educational programs and implementations of protocols in hospitals to aim at reducing the response time of in-hospital strokes.
Method: This thesis is a theoretical summary for a B.Sc. degree in nursing at the University of Iceland. Research questions were developed using the PICOT method. Research articles were sought that focused on stroke, the success of campaigns and hospital protocols regarding first responses and acute treatment for stroke.
Results show that the public's knowledge of first responses to identifying the symptoms of stroke can be improved with the use of campaigns. These education campaigns, that are focused towards the general public, need to be simple and have a clear message to be successful. From the beginning of symptoms until the patient gets appropriate treatment of in-hospital stroke there are delays if protocols are not present. With implementation of protocols and good education of stroke symptoms the in-hospital response time can be shortened significantly.
Conclusion: Attention to detail appears to be important in regard to the educational campaign surrounding stroke, and it’s essential to repeat campaigns on a regular basis. They need to be adjusted to reach groups that prior campaigns missed. It’s important to implement protocols in hospitals and update older ones regularly, as well as making sure those protocols are coherent and accessible. It is crucial to be aware of the symptoms and correct reactions to ensure the best possible outcome for those who face such physical threat.
Keywords: Stroke, protocols, educational campaigns, first responses to stroke.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS - Kapphlaup við tímann.pdf | 445.77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 13.73 MB | Lokaður | Yfirlýsing |