is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41329

Titill: 
  • Píratar og teknópopúlismi á Íslandi
  • Titill er á ensku Pirates and technopopulism in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er spurt hvort að breytingar í íslenskum stjórnmálum í kjölfar hrunsins og uppgangur Pírata sé til marks um teknópopúlisma. Kenningar um teknópopúlisma sem pólitíska lógík og sem nýja flokksfjölskyldu verða útskýrðar en ítarleg umfjöllun er um flokksfjölskyldur. Teknópopúlismi verður til við samruna tæknikratískrar og popúlískrar orðræðu sem grefur undan grundvelli vinstri-hægri stjórnmála og fjölhyggju. Reynt að svara spurningunni með greiningu á á gögnum úr Íslensku kosningarannsókninni frá því fyrir og eftir hrun og með orðræðugreiningu á Grunnstefnu Pírata. Af gögnunum úr Íslensku kosningarannsókninni að dæma er ekki að sjá að teknópopúlismi einkenni íslensk stjórnmál. Aftur á móti gefur orðræðugreining á Grunnstefnu Pírata gefur til kynna að Píratar á Íslandi eigi mörg einkenni sameiginleg með teknópopúlískum flokkum. Því er ekki hægt að slá því fast að stjórnmál á Íslandi einkennist af meiri teknópopúlisma en vel mögulegt er að nánari athugun myndi leiða í ljós að svo sé.

Samþykkt: 
  • 23.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjalti Björn BA ritgerð.pdf618.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled].pdf25.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF