Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41330
Bakgrunnur: Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur meðal kvenna sem getur haft mikil áhrif á líf þeirra, þar á meðal lífsgæði, barneignir, menntun og starfsferil ásamt mörgu öðru. Algeng einkenni endómetríósu eru grindarverkir, óreglulegur tíðahringur og sársaukafullir tíðaverkir, ásamt fylgikvillum eins og ófrjósemi, þreytu, kvíða og þunglyndi. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu síðastliðin ár um sjúkdóminn endómetríósu, hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á líf kvenna og takmarkanir í meðhöndlun þar sem konur lifa með sársaukafulla verki árum saman. Endómetríósa er vangreindur sjúkdómur vegna erfiðleika við greiningu þar sem eina leiðin til að fá staðfestingu á sjúkdóm er skurðaðgerð.
Tilgangur: Skoða og samþætta niðurstöður rannsókna um líðan kvenna með endómetríósu, ásamt því að skoða algengi, greiningu og meðhöndlun sjúkdóms.
Aðferð: Framkvæmd var fræðileg samantekt þar sem kerfisbundin leit var gerð í gagnabanka PubMed að rannsóknum sem kanna áhrif endómetríósu á líðan kvenna. Sett voru þau inntökuskilyrði að rannsóknirnar væri frá árunum 2012-2022 og fjölluðu um endómetríósu. Til að sýna frá ferli heimildaleitar var stuðst við PRISMA-flæðirit.
Niðurstöður: Níu rannsóknargreinar stóðust inntökuskilyrði. Niðurstöður samantektarinnar eru flokkaðar niður í fjóra meginkafla, algengi, meðferðarúrræði, lífsgæði og andleg líðan. Niðurstöður gefa tilkynna að endómetríósa getur haft neikvæð áhrif á líf kvenna, þ.e. lífsgæði og andlega líðan. Lífsgæði kvenna getur verið verulega skert þar sem endómetríósa hefur margar daglegar áskoranir í för með sér sem getur skilað sér í takmörkunum við að ná ýmsum lífsmarkmiðum svo sem menntun, starfsferil, samböndum og stofnun fjölskyldu. Konur sem þjást af endómetríósu eru líklegri til að þróa með sér geðraskanir svo sem kvíða og þunglyndi vegna krónískra verkja og úrræðaleysis.
Ályktanir: Hægt er að draga þá ályktun að endómetríósa er seint greindur og flókinn sjúkdómur meðal kvenna sem getur haft veruleg áhrif á lífsgæði og líðan sjúklinga sem þjást af þessum sjúkdómi. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk þekki til sjúkdómsins og geti veitt konum með endómetríósu viðeigandi meðferð, verkjastillingu og stuðning þegar leitað er til heilbrigðiskerfisins.
Lykilorð: Endómetríósa, greining og meðferð, verkir, ófrjósemi, lífsgæði, andleg líðan
Background: Endometriosis is a chronic disease among women that can have a profound effect on their lives, including quality of life, childbearing, education and career, among many other things. Common symptoms of endometriosis are pelvic pain, irregular menstrual cycle, and painful menstrual cramps, as well as complications such as infertility, fatigue, anxiety and depression. There has been a great deal of awareness in the community over the past year about the disease, but endometriosis, what effect the disease has on women's lives and limitations in treatment where women live with pain for many years. Endometriosis is a misdiagnosed disease due to the difficulty of diagnosis as the only way to obtain confirmation of the disease is surgery.
Purpose: To review and integrate the results of research on the well-being of women with endometriosis, as well as examine the prevalence, diagnosis and treatment of the disease.
Method: Systematic review of studies was done by collecting studies systematically in the biomedical citations bank PubMed for researches that examined the effects of endometriosis on women's well-being. Inclusion criteria included only studies that were published in the years 2012-2022 and dealt with endometriosis. PRISMA flowcharts were used to illustrate the source search process.
Results: Nine researches fulfilled the inclusion criteria. The results were categorized into four main chapters, prevalence, treatment options, quality of life and mental well-being. The results indicate that endometriosis can have a negative effect on women's lives, that is quality of life and mental well-being. The quality of life of women can be significantly reduced as endometriosis poses many daily challenges that can result in limitations in achieving various life goals such as education, career, relationships and starting a family. Women suffering from endometriosis are more likely to develop mental disorders such as anxiety and depression due to chronic pain and helplessness.
Conclusion: It can be concluded that endometriosis is a late-diagnosed and complex disease in women that can significantly affect the quality of life and well-being of patients suffering from this disease. It is important for healthcare professionals to be aware of the disease and to be able to provide women with endometriosis with appropriate treatment, pain relief and support when seeking help from the healthcare system.
Keywords: Endometriosis, diagnosis and treatment, pain, infertility, quality of life, mental well-being
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Endómetíósa - BS.pdf | 2,83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| 05232022102232087.pdf | 1,22 MB | Lokaður | Yfirlýsing |